Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1999

Sveinn rauf sigurgöngu Sigmars

Einum kapítula í sögu Víðavangshlaups ÍR lauk með 84. hlaupinu, árið 1999. Nýr maður bættist í hóp sigurvegara, Sveinn Margeirsson UMSS. Með sínum glæsilega sigri batt hann enda á sigurgöngu Borgfirðingsins Sigmars Gunnarssonar, sem vann hlaupið sex ár í röð, 1993 til 1998, og var farinn að ógna verulega meti Ágústs Ásgeirssonar ÍR sem vann hlaupið sjö sinnum á sínum tíma.

Við aldarhvörf fór þátttaka í Víðavangshlaupi ÍR mjög svo vaxandi og var fjölgunin meiri meðal kvenna ef eitthvað er. Met þátttaka var í hlaupinu að þessu sinni. Alls heilsuðu 314 manns sumrinu með þeim skemmtilega hætti að skella sér í Víðavangshlaup ÍR. Hlaupið hafði vaxið með hverju árinu á fætur öðru að vinsældum upp á síðkastið, enda á allra færi að þreyta það og skemmtileg tilbreyting fyrir fjölskylduna á sumardaginn fyrsta.

Í seinni tíð hefur þeim fjölgað stórum sem þykir eigi mikið á sig lagt að skokka 5 km leið umhverfis Reykjavíkurtjörn og Hljómskálagarð með upphafi og endi við Ráðhúsið. Í salarkynnum þess tóku svo þátttakendur við verðlaunum og þáðu veitingar í hlaupslok.

Sveini Margeirssyni hafði gengið vel við æfingar á árinu. Hann tók strax forystu í hlaupinu og jók hana í byrjun en seinni helming hlaupsins héldu tveir ungir ÍR-ingar í mikilli framför í horfinu við hann. Sveinn sigraði af öryggi og var hann 42. hlauparinn til að vinna Víðavangshlaup ÍR sem fram hefur farið árlega frá 1916.

Í öðru sæti varð 17 ára stórefnilegur hlaupari, Stefán Ágúst Hafsteinsson, og skammt á eftir honum varð félagi hans og annar ungur hlaupari, Burkni Helgason. Sveinn hljóp á 15:58 mínútum, Stefán Ágúst á 16:11 og Burkni á 16:15 mín. Sigmar Gunnarsson varð að gera sér fimmta sætið að góðu á 16:29 mín., eða hálfri mínútu á eftir Sveini. Honum hafði greinilega dalað því alla sigra sína undanfarin sex ár nema einn vann hann með drjúgum yfirburðum.

Sveinn varð einnig fyrstur í mark í Víðavangshlaupi ÍR í fyrra en gerði þá mistök er hann hljóp ranga leið að rásmarkinu ásamt bróður sínum, Birni, sem kom annar í mark. Bræðurnir voru báðir dæmdir úr leik fyrir að bregða sér fyrir mistök örlítið af leið en Sveinn sagði að nú hefði allt gengið að óskum hjá sér. „Það var afskaplega gleðilegt að sigra eftir hrakfarirnar í fyrra,“ sagði Sveinn. Björn tók ekki þátt nú vegna meiðsla.

Í kvennaflokki áttu ÍR-ingar þrjá fyrstu keppendur í mark. Fyrst varð Anna Jeeves á 18:38 mínútum, önnur Bryndís Ernstsdóttir á 18:47 og þriðja Fríða Rún Þórðardóttir á 18:54 mín.

ÍR með flesta sveitasigra


Allir verðlaunaðir


Tillit tekið til fjölskyldunnar


Margslungin sveitakeppni


Margir aldursflokkar


Úrslitin 1999