Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2000-2009

2000 - Daníel Smári ekki í páskadvala

Daníel Smári vann Víðavangshlaup ÍR árið 2000.

Þar sem margir höfðu lagt land undir fót vegna páskahelgarinnar var ekki búist við metþátttöku í Víðavangshlaupi ÍR á þúsaldarárinu, 2000. Litlu munaði þó því í mark á sumardaginn fyrsta, sem jafnframt var skírdagur, komu 243 keppendur af 249 skráðum. Var þetta þriðja mesta þátttakan í hlaupinu, hinu 85. í röðinni.

Lesa meira >>

2001 - Systkin fyrst í mark

Systkinin Martha og Sveinn að vonum brosmild eftir Víðavangshlaup ÍR 2001. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni að systkin vinna kvenna- og karlaflokk hlaupsins.

Nánast ár hvert hafa einhvers konar tímamót átt sér stað í sögu Víðavangshlaups ÍR. Hin nýju kaflaskil í sögu hlaupsins sem áttu sér stað í ár, 2001, eru að þakka systkinunum Sveini og Mörthu Ernstsbörnum úr ÍR sem urðu fyrst í flokkum karla og kvenna. Brutu þau blað í söguna því aldrei áður höfðu systkin hrósað sigri með þessum hætti þótt þetta væri sjöundi sigur Mörthu í kvennaflokknum.

Lesa meira >>

2002 - Fádæma yfirburðir hjá Sveini

Rannveig Oddsdóttir Langhlauparafélagi Reykjavíkur fagnaði sínum fyrsta og eina sigri í kvennaflokki Víðavangshlaups ÍR 2002. Sveinn Margeirsson UMFT vann karlaflokkinn og það í annað sinn. Í albláum klæðnaði til hægri á myndinni er Sigurður Pétur Sigmundsson sem vann hlaupið 1984 og 1985.

Sjaldan hafa aðrir eins yfirburðir sést í Víðavangshlaupi ÍR og er Sveinn Margeirsson úr Tindastóli kom fyrstur í mark í hlaupinu 2002. Hljóp hann nákvæmlega mælda 5 km vegalengdina á 15 mínútum og þremur sekúndum og varð 40 sekúndum á undan næsta manni, Þingeyingnum Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem einnig keppti fyrir Tindastól og hljóp á 15:43 mín.

Lesa meira >>

2003 - Björn fyrstur og Martha sigrar áttunda sinni

Vel á þriðja hundrað manns þreytti 88. Víðavangshlaup ÍR í miðborg Reykjavíkur árið 2003. Veðurguðirnir voru þeim hliðhollir því 7°C hiti og léttur andvari var er hlaupið fór fram. Nýr maður bættist á skrá yfir sigurvegara í Víðavangshlaupi ÍR, Skagfirðingurinn Björn Margeirsson úr Breiðabliki í Kópavogi.

Lesa meira >>

2004 - Sem á heitum sumardegi

Kátir keppendur að hlaupi 2004 loknu. Lengst til vinstri fylgist fullorðinn maður með í sólinni við Ráðhúsið. Þar er enginn annar en Dalamaðurinn Haraldur Þórðarson sem vann Víðavangshlaup ÍR 1940 og 1943. Hann varð annar 1938, 1939 og 1942 og þriðji 1941.

Þeir 185 sem mættu til leiks og hlupu kílómetrana fimm í kringum Tjörnina og í Hljómskálagarðinum nutu aðstæðna út í æsar. Fjörugir og frísklegir fóru keppnismenn og skokkarar mikinn. Keppni um sigur varð eigi hörð að þessu sinni því Björn Margeirsson FH kom langfyrstur í mark í karlaflokki og Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni í kvennaflokki.

Lesa meira >>

2005 - Fyrsti sigur Kára Steins

Kári Steinn Karlsson vann sinn fyrsta sigur í 90. Víðavangshlaupi ÍR, árið 2005. Þegar hundraðasta hlaupið rennur upp hefur hann hrósað sigri fimm sinnum.

Nítugasta Víðavangshlaup ÍR var þessum síunga íþróttaviðburði til sóma og framkvæmd hlaupsins, sem fram fór í miðborg Reykjavíkur samkvæmt venju, þótti til mikillar fyrirmyndar. Alls luku 200 manns keppni, en ekki hefur fallið úr hlaup síðan fyrst var keppt, árið 1916. Nýr hlaupari bættist í hóp sigurvegara; Kári Steinn Karlsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) en hann átti eftir að láta virkilega mikið að sér kveða á hlaupabrautinni síðar meir.

Lesa meira >>

2006 - UBK-tríóið drottnaði

Keppendur að leggja af stað í 91. Víðavangshlaup ÍR.

Veðrið var eins og best verður á kosið þegar 225 manns sprettu úr spori í miðborginni í 91. Víðavangshlaupi ÍR. Var það svipuð þátttaka og undanfarin ár. Logn var og tiltölulega hlýtt, 6°C, og aðstæður því mjög góðar. Fyrstu tvö sætin í karlaflokki voru eins skipuð og í fyrra en í kvennaflokki bættist nýr sigurvegari í hóp þeirra kvenna sem fyrstar hafa orðið í þeim flokki.

Lesa meira >>

2007 - Aftur einokun úr Kópavogi

Keppendur ræstir af stað í 92. Víðavangshlaup ÍR, árið 2007.

Blikar úr Kópavogi voru sigusælir í 92. Víðavangshlaupi ÍR sem háð var í blíðskaparveðri á fyrsta sumardag 2007. Fyrstu fimm hlaupararnir í mark voru úr Breiðabliki (UBK) og fór Kári Steinn Karlsson fyrir þeim. Vann hann sigur í hlaupinu árlega þriðja árið í röð.

Lesa meira >>

2008 - Hélt merki UBK á lofti

Keppendur rjúka af stað í Tjarnargötunni á sumardaginn fyrsta 2008.

Nýr maður bættist í hóp sigurvegara í Víðavangshlaupi ÍR fyrsta sumardag árið 2008 er Þorbergur Ingi Jónsson úr Breiðabliki í Kópavogi kom fyrstur í mark í hlaupinu. Hann varð í þriðja sæti í fyrra.

Lesa meira >>

2009 - Ungverskur sigur

Kapphlaupararnir 2009 nýlagðir af stað. Fremstir fara Þorbergur Ingi Jónsson ÍR (704), Karoly Varga FH (767), Snorri Sigurðsson ÍR (734), og Haraldur Tómas Hallgrímsson FH (763).

Mjög góð þátttaka var í 94. Víðavangshlaupi ÍR. Alls mættu til leiks 437 keppnismenn og skokkarar, eða næstum tvöfalt fleiri en í fyrra. Ungverskur hlaupari að nafni Karoly Varga, sem keppti undir merkjum FH, kom fyrstur allra í mark. Hann varð í öðru sæti í hlaupinu árið áður.

Lesa meira >>