Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2004

Sem á heitum sumardegi

Sumardagurinn fyrsti árið 2004 var hinn fegursti en 12°C hiti var í miðborginni, léttskýjað og létt norðan gola þegar 89. Víðavangshlaup ÍR fór fram. Sól skein í heiði og var blíðan til þess fallin að skapa stemmningu og lokka dugmikla skokkara á vettvang. Eitthvað dró þá annað því hið óvenjulega gerðist, að í fyrsta skipti í mörg ár datt fjöldi þátttakenda niður fyrir 200.

Kátir keppendur að hlaupi 2004 loknu. Lengst til vinstri fylgist fullorðinn maður með í sólinni við Ráðhúsið. Þar er enginn annar en Dalamaðurinn Haraldur Þórðarson sem vann Víðavangshlaup ÍR 1940 og 1943. Hann varð annar 1938, 1939 og 1942 og þriðji 1941.Þeir 185 sem mættu til leiks og hlupu kílómetrana fimm í kringum Tjörnina og í Hljómskálagarðinum nutu aðstæðna út í æsar. Fjörugir og frísklegir fóru keppnismenn og skokkarar mikinn. Keppni um sigur varð eigi hörð að þessu sinni því Björn Margeirsson FH kom langfyrstur í mark í karlaflokki og Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni í kvennaflokki.

Björn vann öruggan og fyrirhafnarlausan sigur, hljóp á 15 mínútum og 54 sekúndum. Burkni Helgason ÍR varð annar á 16:19 mín. og Sveinn Ernstsson ÍR þriðji á 16:32. Þetta var annað árið í röð sem Björn sigrar en í fyrra hljóp hann undir merkjum UBK, nú FH.

Íris Anna er aðeins tæplega15 ára stúlka en varð samt hlutskörpust í hópi kvenna og hljóp á 18:09 mín. Rakel Ingólfsdóttir FH varð önnur á 18:38 og Gerður Rún Guðlaugsdóttir þriðja á 18:50 mín. Þess má geta að Rakel er sambýliskona Björns sigurvegara í karlaflokki. Það gefur styrk og efnilegheit Írisar Önnu til kynna, að hún varð í 19. sæti í heildina. Rakel varð 27. og Gerður Rún í 32. sæti

Gestgjafar hlaupsins, ÍR, voru sigursælir í sveitakeppnum. Félagið átti bæði fyrstu tvær sveitir 3ja manna og sjö manna í mark í karlaflokki. Í A-sveit ÍR í 3ja manna sveitum voru Burkni Helgason, Sveinn Ernstsson og Vilhjálmur Atlason en í B-sveitinni Steinar Jens Friðgeirsson, Gauti Höskuldsson og Guðmann Elísson. Þessir sex skipuðu svo A-sveitina í keppni í 7 manna sveitum ásamt Stefáni Ágústi Hafsteinssyni. Loks sigraði ÍR einnig í 3ja manna sveit 40 ára og eldri en í henni voru Gauti Höskuldsson, Sveinn Ásgeirsson og Stefán Örn Einarsson.

Í 3ja kvenna sveiti sigraði aftur á móti sveit Fjölnis í Grafarvogi en hana skipuðu Íris Anna Skúladóttir, Erla Gunnarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Í öðru sæti varð A-sveit Skokk-klúbbs Flugleiða sem þær Gerður Rún Guðlaugsdóttir, Huld Konráðsdóttir og Bryndís Magnúsdóttir skipuðu. Þriðja varð sveit ÍR sem skipuð var þeim Ásdísi Evu Lárusdóttir, Helgu Björnsdóttur og Birtu Þórhallsdóttur.

Bara Mogginn


Úrslitin 2004