Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2006

UBK-tríóið drottnaði

Veðrið var eins og best verður á kosið þegar 225 manns sprettu úr spori í miðborginni í 91. Víðavangshlaupi ÍR. Var það svipuð þátttaka og undanfarin ár. Logn var og tiltölulega hlýtt, 6°C, og aðstæður því mjög góðar. Fyrstu tvö sætin í karlaflokki voru eins skipuð og í fyrra en í kvennaflokki bættist nýr sigurvegari í hóp þeirra kvenna sem fyrstar hafa orðið í þeim flokki.

Keppendur að leggja af stað í 91. Víðavangshlaup ÍR.Kári Steinn Karlsson vann öruggan sigur, varð 17 sekúndum á undan næsta manni. Breytingin frá í fyrra er sú, að þá hljóp hann fyrir UMSS en nú fyrir Breiðablik í Kópavogi (UBK). Og Kópavogsmenn voru öflugir að þessu sinni því eins og í fyrra varð Stefán Guðmundsson í öðru sæti, á 15:50 mín., og Þorbergur Ingi Jónsson þriðji á 15:59 mín. Þessi drottnun UBK-tríósins varð til þess að Breiðablik vann öruggan sigur í sveitakeppni hlaupsins. A- og B-sveitir ÍR urðu í öðru og þriðja sæti.

kvennaflokki vann hin 16 ára gamla Kristjana Ósk Kristjánsdóttir ÍR sætan og öruggan sigur á 19:52 mínútum. Varð hún í 34. sæti allra 225 keppendanna sem komu í mark. Önnur varð Eva Margrét Sigurðardóttir úr Ármann á 20:20 mín. og þriðja í mark varð Sigríður Klara Böðvarsdóttir Fjölni á 21:12 mín.

Engin ferðaþreyta

Gestgjafi hlaupsins, ÍR, átti 29 þátttakendur. Það var ágætasta frammistaða miðað við að hópurinn kom deginum áður heim úr æfingabúðum á Kanaríeyjum og margir ÍR-ingar slepptu Víðavangshlaupinu til að vera með í vormaraþoni á 3ja degi sumars.

Kristjana Ósk Kristjánsdóttir Howard úr ÍR og Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki unnu kvenna- og karlaflokk 91. Víðavangshlaups ÍR örugglega. Kristjana Ósk náði bestum árangri ÍR-inganna. Auk sigurs í kvennaflokki varð hún einnig fyrst í flokki 16 til 18 ára. Burkni Helgason varð fimmti í mark í karlaflokki og síðan komu Sveinn Ernstsson, sem varð áttundi., Gauti Höskuldsson varð tíundi 10, Hafsteinn Óskarsson 11. og Ólafur Konráð Sigurðsson 12. Vignir Már Lýðsson og Agnar Steinarsson urðu í 15. og 16. sæti.

Í flokki stráka 13 til 15 ára varð Snorri Sigurðsson í fyrsta sæti og Ármann Óskarsson í þriðja. Í flokki drengja 16 til 18 ára varð Ólafur Konráð Sigurðsson í fyrsta sæti og Vignir Már Lýðsson þriðji.

Í flokki karla 40 til 49 ára átti ÍR mann í 3., 4., og 6. sæti en það voru þeir Gauti, Hafsteinn og Agnar sem unnu þar með sveitakeppni í þessum flokki. Í elsta flokknum, 60 ára og eldri, varð gamalreyndur og góður ÍR-ingur, Sigurjón Andrésson, sigurvegari.

Í flokki stelpna, 12 ára og yngri átti ÍR keppendurna sem urðu í 2., 3., og 4. sæti en það voru þær Aníta Hinriksdóttir, Kristín Lív Jónsdóttir og Laufey Svava Rúnarsdóttir en með þessum árangri unnu þær sveitakeppni flokksins.

Hlaupaleiðin var aðeins breytt frá því undanfarin ár vegna breytinga sem orðið hafa á svæðinu umhverfis Hringbrautina. Rásmark var við Ráðhús Reykjavíkur en þaðan var hlaupið upp Tjarnargötuna, til vinstri inn á Skothúsveg, kringum syðri hluta Tjarnarinnar, beygt til vinstri og meðfram Hringbraut, þaðan inn á Sóleyjargötu og Fríkirkjuveg, beygt til vinstri inn á Vonarstræti og það hlaupið til enda. Beygt til vinstri og upp Suðurgötuna, inn á Skothúsveg að nýju og aftur farið kringum syðri hluta Tjarnarinnar eins og í fyrra skiptið. Þegar Sóleyjargötu lauk öðru sinni var beygt til vinstri á Skothúsveg og síðan af honum til hægri inn á Tjarnargötu og niður hana að endamarki við Ráðhúsið.

Í hlaupinu varð auk keppni í karla- og kvennaflokki einnig keppt í aldursflokk, sem voru sem hér segir: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Einnig var keppt í þriggja manna sveitum í þessum flokkum. Allir sem luku hlaupinu fengu verðlaunapening auk verðlauna fyrir fyrstu þrjá í mark í karla- og kvennaflokki og fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öðrum flokkum. Loks voru veitt útdráttarverðlaun, m.a. flugmiði frá ferðaskrifstofunni Úrvali Útsýn.

Tengt ferðaþjónustu


Breytt landslag


Þátttaka stóraukin


Haldið í hefðir


Flug í sólina í verðlaun


Úrslitin 2006