Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2007

Aftur einokun úr Kópavogi

Blikar úr Kópavogi voru sigusælir í 92. Víðavangshlaupi ÍR sem háð var í blíðskaparveðri á fyrsta sumardag 2007. Fyrstu fimm hlaupararnir í mark voru úr Breiðabliki (UBK) og fór Kári Steinn Karlsson fyrir þeim. Vann hann sigur í hlaupinu árlega þriðja árið í röð.

Keppendur ræstir af stað í 92. Víðavangshlaup ÍR, árið 2007.Þessi mikla einokun úr Kópavogi vakti verðskuldaða athygli og endurspeglaði öflugt og gott frjálsíþróttastarf þar í bæ. Þetta var jafnframt þriðja árið í röð sem tveir fyrstu í mark eru úr Kópavogi og því spurning hvort upp væri að rísa einhvers konar erfðaveldi í langhlaupunum með Kára sem kóng.

Í Íslandssögunni var annars konar erfðaveldi samþykkt í Kópavogi á öldum fyrri, eða 28. júlí 1662 á Kópavogsfundinum svonefnda, en það átti þó lítt eða ekkert skylt við íþróttastarf.

Kári hafði talsverða yfirburði og hljóp kílómetrana fimm á 14:48 mínútum sem er besti tími sem náðst hefur á leiðinni frá því hlaupið var fært að öllu leyti inn í miðborgina og hætt að hlaupa út í Vatnsmýrina.

Meiri yfirburði sigurvegara er ekki að finna í sögu hlaupsins en Kári varð einni mínútu og þrettán sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Guðmundssyni, sem varð annar þriðja árið í röð.

Fyrst kvenna í mark var Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni og var þetta þriðji sigur hennar í kvennaflokki á fjórum árum. Hún hljóp vegalengdina á 18:02 mínútum og var 39 sekúndum á undan næstu konu, stöllu sinni Arndísi Ýr Hafþórsdóttur úr Fjölni.

Þess má geta, að í áttuna sæti í kvennaflokki og 69. yfir heildina varð 11 ára gömul stúlka sem lét þó lítið fyrir sér fara, enda þremur mínútum og 46 sekúndum á eftir Írisi Önnu í mark. Þar var um að ræða hlaupakonu sem átti eftir að láta heldur betur til sín taka á hlaupabrautinni síðar; Anítu Hinriksdóttur úr ÍR.

Víðavangshlaupið fór fyrst fram 1916 og hefur það verið fastapunktur í íþróttum á sumardaginn fyrsta í Reykjavík. Eitt af föstu atriðum þess er að Marteinn Guðjónsson hefur skotið keppendum af stað í áratugi, eða allt frá því á sjötta áratugnum. Var hann með byssuna á sínum stað að þessu sinni sem endranær.

Eiga hrós skilið


Til skammar


Úrslitin 2007