Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2008

Hélt merki UBK á lofti

Keppendur rjúka af stað í Tjarnargötunni á sumardaginn fyrsta 2008.Nýr maður bættist í hóp sigurvegara í Víðavangshlaupi ÍR fyrsta sumardag árið 2008 er Þorbergur Ingi Jónsson úr Breiðabliki í Kópavogi kom fyrstur í mark í hlaupinu. Hann varð í þriðja sæti í fyrra.

Þorbergur Ingi hljóp hringinn fasta í miðborginni á 15:29 mínútum og hafði nokkra yfirburði því næsti maður var 15 sekúndum á eftir honum í mark. Þar var á ferð ungverskur hlaupari sem keppti undir merkjum FH, Karoly Varga, sem hljóp á 15:44. Þriðji varð svo Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ á 16:06 mín.

Í kvennaflokki var mikil barátta um sigurinn milli tveggja stúlkna úr Fjölni og einnar úr ÍR. Munaði aðeins tveimur sekúndum er þær þrjár sprettu yfir marklínuna. Hlutskörpust í þeirri miklu rimmu varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni á 18:19 mínútum. Stalla hennar Íris Anna Skúladóttir varð önnur á 18:20 mín., og þriðja varð Jóhanna Skúladóttir Ólafs úr ÍR, einnig á 18:20 mín.

Milt var í veðri, landsynningur og nánast sumarhiti í miðborginni á þessum fyrsta degi sumars, eða 12°C. Hlaupið hófst á slaginu 12 á hádegi. Það var ekki aðeins að 250 keppendur hafi mætt glaðir til hlaups við þessar aðstæður heldur var gleði á andlitum flestra ef ekki allra sem fögnuðu sumarkomunni í miðborginni þennan dag.

Keppendur ánægðir


Úrslitin 2008