Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2009

Ungverskur sigur

Mjög góð þátttaka var í 94. Víðavangshlaupi ÍR. Alls mættu til leiks 437 keppnismenn og skokkarar, eða næstum tvöfalt fleiri en í fyrra. Ungverskur hlaupari að nafni Karoly Varga, sem keppti undir merkjum FH, kom fyrstur allra í mark. Hann varð í öðru sæti í hlaupinu árið áður.

Kapphlaupararnir 2009 nýlagðir af stað. Fremstir fara Þorbergur Ingi Jónsson ÍR (704), Karoly Varga FH (767), Snorri Sigurðsson ÍR (734), og Haraldur Tómas Hallgrímsson FH (763).  Varga hljóp fimm kílómetra vegalengdina á 15:31 mínútu. Þorbergur Ingi Jónsson varð annar í karlaflokki á 15.33 mín. og jafnir í þriðja sæti voru þeir Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Birkir Marteinsson á 16:21 mín.

Áður en Varga kom til dvalar á Íslandi stundaði hann nám og þjálfun við bandaríska háskóla. Hér á landi dvaldi hann um tveggja ára skeið og keppti fyrir FH í frjálsíþróttum. Sneri hann síðan aftur til Bandaríkjanna og hefur fengist þar við þjálfun háskólahlaupara.

Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni en hún hljóp 5 km á 18:05 mínútum. Hin 12 ára gamla Aníta Hinriksdóttir ÍR varð önnur á fræbærum tíma, 18:58 mín. og Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni þriðja á 19:05 mín.

Í heildina varð Arndís Ýr í 17. sæti í mark, Aníta í 27. sæti og Íris Anna í 32. sæti.

Að þessu sinni var Víðavangshlaup ÍR fyrsta hlaupið af alls fimm í Powerade-mótaröðinni svonefndu. Hlaupaleiðin var sú sama og undanfarin ár, vegalengdin 5 kílómetrar og fengu allir sem luku hlaupinu verðlaunapening um hálsinn þegar þeir komu í mark.

Of margar brekkur?


Úrslitin 2009