Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2012

Fjórði sigur Kára Steins

Kári Steinn Karlsson og Aníta Hinriksdóttir með verðlaun sín fyrir að vinna karla- og kvennaflokk.Laufléttur sunnanblær strauk vanga þeirra sem voru í miðborginni um hádegisbil sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2012. Aðstæður til hlaupa voru einstaklega góðar. Blíðskaparveður í bænum; sól skein í heiði og lofthiti var um 7°C. Gripu því margir tækifærið og alls skelltu sér 447 manns í 97. Víðavangshlaup ÍR. Minnstu munaði að tveggja ára gamalt þátttökumet félli en aðeins einu sinni höfðu fleiri hlaupið, eða árið 2010 er þeir voru 459.

Nokkur hátíðarbragur var á hlaupinu því Verkfræðingafélag Íslands hafði samið við ÍR-inga um að Víðavangshlaupið yrði jafnframt afmælishlaup Verkfræðingafélagsins sem fagnaði 100 ára afmæli þennan sama dag, 19. apríl. Að vonum var því mikið um verkfræðinga í miðborginni þennan dag og þónokkur fjöldi þeirra í hlaupinu.

Þá hafði líka orðið að samkomulagi við Frjálsíþróttasamband Íslands að ÍR-hlaupið yrði hér eftir jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílóra götuhlaupi einstaklinga og 5 manna sveita.

Fjöldi áhorfenda raðaði sér á hluta af hlaupaleiðinni sem varð til þess að fín stemmning myndaðist og hvatninging sem hlaupararnir fengu á leiðinni sögðu þeir hafa verið frábæra.

Fyrstur allra í mark í hlaupinu varð Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki sem tók hlaupið sem lið í undirbúningi sínum fyrir keppni í maraþonhlaupinu á ólympíuleikunum í London sama sumar. Kári Steinn fór greitt af stað og lét forystu sína aldrei af hendi og kom í mark við Ráðhúsið 14:47 mínútum eftir að hann lagði af stað. Var það afbragðs góður tími en vegalengdin var nákvæmlega mæld 5 kílórar.

Kári Steinar Karlsson UBK kemur fyrstur í mark á mjög góðum tíma, 14:47 mín., í 97. Víðavangshlaupi ÍR, 2012.  Þetta var fjórði sigur Kára Steins í hlaupinu en hann vann það einnig 2005, 2006 og 2007. Hafði hann mikla yfirburði því annar í karlaflokki varð Björn Margeirsson, UMSS, á 15:42 mínútum og Þorbergur Ingi Jónsson ÍR þriðji á 15:45 mínútum. Þess má geta að Björn hafði sigrað þrisvar í Víðavangshlaupi ÍR, árin 2003, 2004 og 2010 og Þorbergur Ingi 2008.

Í kvennaflokki varð hlutskörpust hin upprennandi hlaupastjarna Aníta Hinriksdóttir úr ÍR. Var þetta í fyrsta sinn sem hún fer með sigur af hólmi í hlaupinu. Til marks um styrkleika hennar varð Aníta í 21. sæti í mark af 447 keppendum. Lagði hún vegalengdina að baki á 17:36 mínútum. Önnur kona varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni á 18:14 mín., og þriðja Fríða Rún Þórðardóttir ÍR 18:56 en þær urðu í 32. og 49. sæti í mark.

Kári Steinn og Aníta urðu með sigri sínum fyrstu Íslandsmeistararnir í 5 km götuhlaupi. Í sveitakeppni meistaramótsins urðu ÍR sveitirnar hlutskarpastar. Þær skipuðu Fríða Rún, Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Alma María Rögnvaldsdóttir og Eva Margrét Einarsdóttir í kvennaflokki og  Þorbergur Ingi Jónsson, Tómas Zoega, Reynir Bjarni Egilsson, Ólafur Konráð Albertsson og Snorri Sigurðsson hinsvegar.

Tugir verkfræðinga

Rúmlega 30 verkfræðingar sprettu úr spori í afmælishlaupi VFÍ sem var innifalið í Víðavangshlaupi ÍR. Björn Margeirsson vann í karlaflokki en Gígja Gunnlaugsdóttir var spretthörðust í hópi kvenna. Í karlaflokki urðu Birgir Sævarsson í öðru sæti og Helgi Júlíusson í því þriðja. Og í kvennaflokki varð María S. Guðjónsdóttir önnur í mark og Magano Katrína Shiimi Ásmundsson þriðja.

Þess má geta, að Kári Steinn var með BS próf í verkfræði. Má því segja að verkfræðingar hafi farið frá hlaupinu með sóma þar sem tveir fyrstu menn í mark í sjálfu Víðavangshlaupi ÍR voru úr þeirra röðum.

Misánægðir keppendur


Þurfti að sópa


Gátu ekki svalað þorstanum


Kem aftur


MÍ í 5 km götuhlaupi


Verkfræðingar góðir hlauparar


Hálfrar aldar munur


Ekki með tónlist í eyrum


Úrslitin 2012