Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

Hlaupaleiðin

Yfir móa og mýrar, grjótgarða og skurði

Hlaupaleiðin 2015Á leiðum þeim, sem Víðavangshlaupið hefur verið þreytt á, hefur orðið töluverð breyting í tímans rás. Hafa komið þar mörg öfl til en sterkast þeirra hefur verið vaxtarbreyting bæjarins sjálfs. Eitt er þó einkennandi fyrir hlaupið, það hefur alla tíð farið meira og minna fram á miðborgarsvæðinu og lokið í bænum miðjum, nema 1927 á Íþróttavellinum við Suðurgötu. Hlaupaleiðir hafa tekið breytingum vegna útþenslu og byggingar bæjarins; hlaupið hefur færst inn í miðborgina og breyst úr víðavangshlaupi í götuhlaup.

Myndi til dæmis einhver þátttakenda í Víðavangshlaupi ÍR undanfarinn aldarfjórðung eða svo kannast við svohljóðandi lýsingu á hlaupaleiðinni: „Hindranir á leiðinni: 5 skurðir 1½ til 3 metra breiðir fullir af snjó og vatni, 3 gaddavírsgirðingar, 4 girðingar af sléttum vír, af þeim 2 með 4 metra millibili, og tveir grjótgarðar, annar við skurð“? Þetta þurftu 23 keppendur í fimmta hlaupinu, árið 1920, að glíma við og það á aðeins hluta leiðarinnar, eða frá Laufásvegi til Laugavegar.

Þrátt fyrir heiti hlaupsins hefur lengst af orðið að þreyta það að töluverðum hluta á hörðum götum bæjarins, en ef rétt er skal þreyta víðavangshlaup á víðvangi. Til að mynda hefur hlaupið farið alfarið fram á götum og stígum umhverfis Tjörnina frá 1993 og að engu leyti í Vatnsmýri eins og verið hafði nær allar götur fram að því.

Fyrsta hlaupið hófst inni á Austurvelli og endaði þar aftur. Var hlaupið vestur Kirkjustræti, suður Tjarnargötu, um Vatnsmýrina fyrir sunnan Tjörnina, upp á Laufásveg fyrir sunnan Laufás, síðan Laufásvegur, Bókhlöðustígur, Lækjargata og Pósthússtræti. Þessi vegarlengd var talin rúmlega 2,5 kílómetrar.

Næsta vor er þegar breytt um. Þó er lagt af stað á Austurvelli, en haldið austur Kirkjustræti, suður Pósthússtræti, um Lækjargötu, Bókhlöðustíg, suður Laufásveg allt suður fyrir Kennaraskóla, þá austur yfir Skólavörðustíg sem þá hét eða framlengingu hans hjá Eskihlíð og beint norður túnin í Norðurmýrinni í stefnu á vestanverða Gasstöðina (þá voru engin hús til að byrgja þá stefnu). Hefur þetta verið um það bil þar sem nú er austanvert Auðarstræti og svo framlenging af því til norðurs á Laugaveginn. Síðan niður hann og Bankastræti og endað austast í Austurstræti – á móts við Kolasund.

Start við Alþingishúsdyrnar


Ekki vildu ÍR-ingar úr hjarta bæjarins


Út um hvippinn og hvappinn


5 skurðir, 7 gaddavírsgirðingar


Hernaðarmannvirkin þrengja að


Byrjað uppi á Öskjuhlíð


Víðavangurinn skerðist


Gátu fylgst með hlaupurunum lengst af


Aftur í Austurstrætið


75. hlaupið alfarið í Hljómskálagarðinum


Fyrsti atburðurinn í Ráðhúsinu