Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

ÍR Skokk
25.5.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

ÍR- skokk sigraði með yfirburðum

FrjálsarskokkÍR- skokk sigraði með yfirburðum í keppninni um Poweradebikarinn sem haldin var frá október – mars í vetur. Var þetta í þriðja sinn í röð sem hópurinn vann bikarinn og alltaf eru það fleiri og fleiri sem standa á bak við sigurinn. Þjálfararnir hafa verið mjög duglegir að hvetja til þess að fólk mæti og hlaupi og er á planinu að halda þessu áfram. Myndataka var gerð af hópnum fyrir stuttu og sýnir glæsileika hans.

12.5.2016 Helgi Björnsson

Út í sumarið

running1ÍR skokk kynnir "Út í sumarið" sem er nýtt sumarnámskeið fyrir þá sem vilja hreyf sig úti í góðum félagskap í sumar. Þjálfari á námskeiðinu verður Sara Björk Lárusdóttir, íþróttafræðingur, en hún hefur áður stýrt byrjendanámskeiðum hjá ÍR skokk við góðan orðstýr. Kynningafundur verður í ÍR heimilinu við Skógarsel 6. júní klukkan 17:00 og námskeiðið sem er 12 vikur hefst 8. júní. Nánari upplýsingar má finna hér.

27.10.2015 Karen Bjarnhéðinsdóttir

Haustmaraþon 2015

HaustmaraþonÍR skokk átti 20 þátttakendur í Haustmaraþoni félags maraþonhlaupara. 5 einstaklingar hlupu heilt maraþon og 15 hálft við ágætar aðstæður.

27.10.2015 Karen Bjarnhéðinsdóttir

Tímar ÍR skokkara í keppnishlaupum í október

nauthólshlaupiðHér eru tímar ÍR skokkara í nokkrum keppnishlaupin sem haldin voru í október.

27.10.2015 Karen Bjarnhéðinsdóttir

Tímar ÍR skokkara í keppnishlaupum í ágúst og september

JökulsárhlaupiðHér má sjá helstu afrek ÍR skokkara í keppnishlaupum bæði innan og utanlands í ágúst og september. 

2.9.2015 Karen Bjarnhéðinsdóttir

Reykjavíkurmaraþon

sigurjón22. ágúst sl. var mikill gleðidagur hjá ÍR skokk. Við áttum 80 þátttakendur í Reykjavíkur Maraþoninu, 44 í 10 km, 28 í 21.1 km, 3 í 41,2 km og 2 boðhlaupssveitir í heilu maraþoni. Sigurjón Sigurbjörnsson setti Íslandsmet í 42,2 km í flokki karla 60-69 ára og var í öðru sæti í Íslandsmeistaramóti karla. Runólfur Bjarki Sveinsson og Hallfríður Snorradóttir hlupu sitt fyrsta maraþon og Inga Dís og Valur áttu glæsilega tíma í hálfu maraþoni. Margir voru að setja PB og geta allir ÍR skokkarar verið virkilega stoltir af afrekum dagsins.

Hér er samantekt á tímum ÍR skokkara:

27.7.2015 Karen Bjarnhéðinsdóttir

Frábær þátttaka í Ármannshlaupinu

ÁrmannshlaupÁrmannshlaupið var haldið 8. júlí sl. við frábærar aðstæður. 44 ÍR skokkarar voru mættir til leiks sýndu svo um munar að æfingarnar vors og sumars eru farnar að skila sér. Valur Þór Kristjánsson var í 3. sæti yfir heildina og svo áttum við hvorki meira né minna en fysta sætið í 4 aldurflokkum hjá körlum og einum hjá konum. Einnig voru margir að setja persónulegt met í 10 km. Hér koma tímarnir.

bannerSogusida