Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fjölþraut barna

Markmið keppninnar

 • Að miða æfingar, umgjörð og áhöld við aldur og hreyfiþroska barnanna
 • Að börnin kynnist grunnþáttum frjálsíþrótta í leikformi
 • Að keppnin sé liðakeppni án áherslu á samanburð einstaklinga
 • Að að öll börn fái að njóta velgengni í liðakeppni
 • Að skapa gleði og skemmtun í fyrstu kynnum af frjálsíþróttakeppni
 • Að börnin kynnist grunnþáttum frjálsíþrótta
 • Að öll börn taki þátt í öllum greinum keppninnar og allir fái jafnmargar tilraunir óháð getu

Fyrirkomulag

Börnunum er skipað í lið sem  innihalda 8 til 12 börn. Hverju liði fylgir einn liðsstjóri frá viðkomandi félagi. Liðin fara á milli stöðva  og á hverri stöð er stöðvarstjóri sem stýrir keppninni á sinni stöð. Í lok keppninnar eru reiknuð út stig hvers liðs.

Framkvæmd

Mikilvægt er að skipuleggja brautina þannig að auðvelt sé fyrir liðin að fara á milli þrauta og hringurinn rekji sig vel. Hvert lið fær hefti með lýsingu á þrautunum og í því kemur fram hvar liðið á að hefja keppni og í hvaða röð þrautirnar eru teknar. Liðsstjóri gætir þessa heftis á meðan liðið er að keppa. Fyrir fjóra má áætla að það taki um klukkustund að setja upp svona fjölþraut í salnum séu öll tæki og áhöld til staðar. Tíminn sem áætlaður er í hverja þraut og að fara á milli þrauta eru 10 mínútur. Samkvæmt okkar reynslu er það rúmur tími fyrir allar þrautirnar. Gott skipulag fyrir keppni eykur líkurnar á að keppnin gangi vel og allir veðri glaðir.

Liðsstjóri

Einn liðstjóri fylgir hverjum hóp sem skráður er til leiks. Liðsstjóri kemur frá viðkomandi félagi og getur verið þjálfari eða annar aðili eftir því sem hentar hverju félagi fyrir sig.

Hlutverk liðsstjóra
 • Vera jákvæður, hvetjandi og glaður í samskiptum sínum við börnin og reyna að skapa þeim það öryggi sem þau þurfa á að halda
 • Efla liðsheildina til dæmis með því að kenna börnunum hvað hópurinn þeirra heitir
 • Halda utan um sitt lið og aðstoða börnin í að finna sig í hópnum
 • Aðstoða börnin við framkvæmd þrautanna í samvinnu við starfsmann á hverri stöð í þrautabrautinni
 • Hjálpa hópnum að fara á milli þrauta. Hann ber ábyrgð á að börnin fari á rétta stöð í tilgreindri röð samkvæmt þrautarbrautar hefti hópsins.
 • Afhenda stöðvarstjóra hefti liðsins þegar komið er í nýja þraut og taka það aftur að lokinni þraut
 • Skila heftinu til stöðvarstjóra á síðustu stöðinni
 • Vera hjá börnunum uns þau eru komin í hendur sinna þjálfara eða aðstandenda í lok fjölþrautarinnar

Stöðvarstjóri

Einn til tveir stöðvarstjórar eru á hverri stöð í fjölþrautinni.

Hlutverk stöðvarstjóra
 • Reyna að skapa notalegt og hvetjandi andrúmsloft á sinni stöð. Til dæmis með því að bjóða hópinn velkominn með bros á vör og vera glaðlegur.
 • Ganga úr skugga um að hópurinn sem kominn er sé á réttum stað. Hvaðan eruð þið að koma? Ef einhver er ekki að fara á rétta stöð leiðbeina hópnum þá með hvert hann á að fara.
 • Setur reglurnar á sinni stöð
 • Útskýrir keppnina fyrir hópnum og stjórnar henni
 • Skráir árangur liðsins í liðsheftið og lætur liðstjóra fá það aftur að því loknu
 • Segir liðsstjóra í lokin hvert hópurinn á að fara næst
 • Halda eftir liðshefti síðasta hópsins sem kemur á stöðina og skila í mótsstjóra
Að lokinni þraut þarf að taka saman á stöðinni og ganga frá öllum áhöldum sem á stöðinni voru notuð. Málbönd, keilur, skutlur, bönd og annar búnaður fer í hornið þar sem kastbúrið er. Límbönd og annað rusl í rulsafötur. Hjálpumst að við frágang þar sem mikið er af áhöldum sem ganga þarf frá

Útreikningur stiga

Árangur í hverri grein gefur á bilinu 1-6 stig samkvæmt fyrirframákveðnum töflum. Ef um einn árangur á allt liðið er að ræða margfaldast stigatalan með fjölda liðsmanna.

Rökstuðningur
Allar þrautir hafa jafnt vægi, ekki skiptir máli þó liðin séu misfjölmenn.

Tæki og áhöld

 
Spilal.  Boltah.  Sipp  Skutluk.  Grindabhl. París Stigahl. Keðjulst.
Skriffæri x x
 x x
x
x
x
x
Málband
    x  

x
Klukka x   x   x
x
x

Grindur
      x


Keilur



x

x

Bolta x







Sippubönd x







Skutlur







Teyp
x

x
x
x
x
x
Boðhlaupshringir



x



Spil 3 stokka







Prik






x



Hluta þrautanna má sjá hér