Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Framkvæmd móta

Til að vel takist til með framkvæmd frjálsíþróttamóts er mikilvægt að vanda allan undirbúning. Sé undirbúningur vandaður verður framkvæmdin auðveldari og meiri líkur á að mótið gangi vel. Gott er fyrir starfsmenn að hafa í huga að ýmsir þættir vinnunnar á móti reyna á líkamlega og því er ágætt að fólk skiptist á. Ef ætlunin er að hafa veitingasölu á mótinu þarf að huga tímanlega að henni. Í mótslok þarf svo að ganga frá og taka saman hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur. Það er mikilvægt að skoða tímaseðilinn og sjá hvað gekk eftir og hvað ekki og halda þessu til haga. 
Hér eru leiðbeiningar um framkvæmd og vinnu við spretthlaup, grindarhlaup, millivegalengdarhaup, langhlaup, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, sleggjukasat, kringlukast og spjótkast ásamt helstu reglum sem um þessar greinar gilda.

Helstu dómarar og starfsmenn á frjálsíþróttamótum sem ekki tengjasat einstökum greinum       

 • Yfirdómari                          
 • Mótsstjóri      
 • Fólk í úrslitavinnslu        
 • Þulur
 • Verðlauna-afhendingar              
 • Kunnáttumaður í skyndihjálp
 • Fólk í veitingasölu                 

 

UNDIRBÚNINGUR

 • Mótið ákveðið
 • Mótsstaður og dagsetning ákveðin
 • Aðstaða fyrir mótið pöntuð hjá ÍBR
 • Keppnisgreinar ákveðnar
 • Mótið tilkynnt til Frjálsíþróttasambands Íslands
 • Upplýsingar um mótið settar inn á heimasíðuna okkar

Mánuði fyrir mót

 • Mótið auglýst og tilkynnt til Frjálsíþróttasambands Íslands. Í auglýsingu þarf að koma fram nafn mótsins, staður, dagur, tími, keppnisgreinar,  fyrirkomulag verðlauna, þátttökugjald, skráningarfrestur, hvernig skal skrá, hver gefur nánari upplýsingar, netfang og símanúmer viðkomandi.
 • Drög að tímaseðli gerð
 • Mótið sett upp í mótaforrit FRÍ
 • Verðlaun pöntuð
 • Fjöldi dómara og starfsmanna ákveðinn miðað við fjölda keppnisgreina sem tímaseðill gerir ráð fyrir að séu í gangi samtímis
 • Móttaka þátttökutilkynninga stendur þar til 4 dögum fyrir mót ef um fjölmenn mót er að ræða
 • Hafa samband við ábyrgðaraðla húss eða vallar og látið vita hvaða aðstöðu við þurfum (áhorfendabekkir, lýsing, veitingaaðstaða, nákvæm tímasetning.

Í vikunni fyrir mót

 • Úrvinnsla þátttökutilkynninga (Keppnisnúmer, riðlar, kaströð, stökkröð ofl. í mótaforriti FRÍ)
 • Útbúa og prenta út ritarablöð
 • Gengið frá endanlegum tímaseðli þegar fjöldi keppenda liggur fyrir og hann sendur út í gegnum FRÍ
 • Dagskrá og keppendaská prentuð (Úr mótaforriti FRÍ)
 • Þátttökugjöld talin saman og reikningar skrifaðir
 • Keppnisnúmer flokkuð fyrir hvert þátttökufélag, sett í umslög ásamt nælum og merkt
 • Áhöld og búnaður til mótshaldsins útvegaður
 • Dómarar og starfsmenn fyrir mótið boðaðir
 • Skipting dómara og starfsmanna niður á keppnisgreinar ákveðin og keppnisstjóri hverrar greinar ákveðinn

Daginn fyrir mót

 • Áhöld og ritarablöð fyrir hvern dómarahóp, þul, yfirdómara og aðra starfsmenn flokkuð niður og komið á viðkomandi keppnisstaði
 • Ganga úr skugga um að tímatökubúnaður sé í lagi
 • Setja borð og stóla fyrir ritara við hvern keppnisstað (ef mótið er inni annars gerist þetta á mótsdag)
 • Setja málbönd, veifur, keilur og annað sem til þarf á sinn stað (ef mótið er inni annars gerist þetta á mótsdag)

Á mótsdag

 • Tekið á móti dómurum og starfsmönnum. 
 • Dómaravesti eða einkennisklæðnaður afhenntur og dómurum vísað í sína hópa og staði til starfa
 • Hlaup, kast og stökkstjórar taka við stjórn á viðkomandi keppnisstöðum  
 • Upphitunarstökkum, köstum og hlaupum stjórnað af dómurum á hverjum keppnisstað  
 • Mótið sett og keppni hefst (Keppt, dæmt, verðlaun afhent, mótið kynnt meðan á keppni stendur)
 • Úrslit slegin inn í mótaforrit FRÍ og birt á vefsíðu FRÍ og öðrum viðkomandi vefsíðu
 • Úrslit send á viðkomandi fjölmiðla
 • Frágangur á keppnisstað
 • Annar frágangur    

 

GERÐ TÍMASEÐILS FYRIR FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT
Við gerð tímaseðils/tímaáætlunar fyrir frjálsíþróttamót er m.a. tekið tillit til eftirtalinna atriða:  
1.       Hvenær á mótið að hefjast og hvenær er áætlað að því ljúki?
2.       Hvaða keppnisgreinar og keppnisflokkar eru fyrirhugaðir á mótinu?
3.       Hver er áætlaður fjöldi keppenda í hverri keppnisgrein í hverjum keppnisflokki?
4.       Hversu margar keppnisgreinar er þörf á að hafa í gangi samtímis?
5.       Hve marga dómara og starfsmenn þarf?
6.       Hlaupabrautafjöldi?
7.       Stökkbrautafjöldi?
8.       Kasthringjafjöldi?
9.       Fjöldi tímatökutækja?
10.     Aldur keppenda?
11.     Annað ófyrirséð.  

Viðmiðunartölur við gerð tímaseðils fyrir frjálsíþróttamót   

Grein
Tími á keppanda/riðil í mínútum
60 m
5
100 m
5
200 m
6
400 m
8
800 m
10
1500 m
15
3000 m
20
5000 m
30
10000 m
40
110 m gr.
10
400 m gr.
10
4 x 100m
10
4 x 400 m 10
1000 m boðhl.
15
3000 m hindrun
20
Hástökk
5
Langstökk
3
Þrístökk
5
Stangarstökk
10
Kúluvarp
4
Kringlukast
4
Spjótkast
5
Sleggjukast
5SPRETTHLAUP og GRINDHLAUP  60-400m
  


Helstu dómarar og starfsmenn (6 - 7 einstaklingar)

Hlaupstjóri
Aðstoðarhlaupstjóri
Ræsir
Aðstoðarræsir
Tímavörður
Hlaupritari
Brautadómarar

Hlaupstjóri (og aðstoðarhlaupstjóri) framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður á hlaupabrautir.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Ef forföll verða í riðlum ákveður hlaupstjóri hvort riðlar verða sameinaðir eða ekki.  Sér til þess að hvert hlaup hefjist á réttum tíma. Ræsir sér um að ræsa keppendur og gefa merki um þjófstart með byssu.  Ræsir sér til þess að tímavörður sé tilbúinn til tímatöku fyrir hvert hlaup. Aðstoðarræsir sér til þess að allir hlauparar séu í löglegri viðbragðsstöðu (snerti ekki línu með fingrum ofl.).  Hann vaktar einnig startið og gefur merki um þjófstart með byssu/flautu.
Tímavörður sér um að tímatökutæki séu tilbúin fyrir hvern riðil og gefur ræsi merki um það.  Les tíma hvers keppanda af tækjunum að loknum hverjum riðli.
Hlaupritari skráir niður tíma allra keppenda í hverjum riðli.
Brautadómarar dæma hvort hlauparar hlaupi á sínum brautum alla leið í mark og hvort hlauparar fari löglega yfir grindurnar í grindahlaupi.  Brautadómarar sjá um að stilla upp grindum og stilla hæð þeirra og fjarlægja að grindahlaupi loknu.

Áhöld og tæki

 • Startblokkir fyrir hverja braut
 • Grindur
 • Startbyssur  (2 stk)
 • Skot
 • Flauta
 • Tímatökutæki
 • Ráslistar
 • Pennar og spjöld undir ráslista
 • Talstöðvar
 • Dómaravesti
 • Mislit hlaupavesti í 60 - 100 m hlaupi hjá ungum börnum

 

HELSTU REGLUR Í SPRETTHLAUPUM OG GRINDAHLAUPUM  
Fyrirmæli ræsis
Takið ykkur stöðu - viðbúin - skot
Rásstaða
Hlaupari skal ekki snerta ráslínu í rásstöðu sinni
Þjófstart
Ef hlaupari bregður við áður en rásmerki er gefið
Fjöldi þjófstarta
Keppendur skulu dæmdir úr keppni við fyrsta þjófstart nema í flokkum 14 ára og yngri, þar er leyft eitt þjófstart
Brautaskipting
Hlauparar skulu hlaupa á sinni braut alla leið í mark og mega ekki snerta línur sem aðskilur brautirnar. Hjá yngstu keppendum sem fara gjarnan yfir á aðrar brautir í 60m hlaupi er óþarfi að dæma þau úr leik ef þau trufla ekki aðra keppendur og hagnast ekki sjálf á því að fara á aðra braut. 
Markdómgæsla
Tímataka miðast við hvenær brjóstkassi hlaupara fer yfir marklínu.  
Uppsetning grinda í grindarhlaupi
60 m grindahlaup:      5 grindur á hverri braut í flokkum 15 ára og eldri, 6 grindur í flokkum 14 ára og yngri
80 m grindahlaup:      8 grindur á hverri braut
100 m grindahlaup:    10 grindur á hverri braut í öllum flokkum
110 m grindahlaup:    10 grindur á hverri braut í öllum flokkum
300 m grindahlaup:    7 grindur á hverri braut í öllum flokkum
400 m grindahlaup:    10 grindur á hverri braut í öllum flokkum  

Hæðir og vegalengdir á milli grinda eftir aldursflokkum í 60 m, 80 m, 100 m, 110 m, 300 m og 400 m grindahlaupi

Flokkur 
Úti (m)
Inni (m) 
Að fyrstu grind (m)
Á milli grinda (m)
Hæð grinda (cm) 
11 ára Piltar 60 60 12 7 50 - 60
Stúlkur 60 60 12 7 50 - 60
12 ára Piltar 60 60 12 7 76,2
Stúlkur 60 60 12 7 76,2
13 ára Piltar 60 60 12 7,5 76,2
Stúlkur 60 60 12 7,5 76,2
14 ára Piltar 80 60 12 8 84
Stúlkur 80 60 12 7,5 76,2
15 ára Piltar 100 60 13 8,5 84
300   50 35 84
Stúlkur 80 60 12 8 76,2
300
50 35 76,2
16 - 17 ára Piltar 110 60 13,72 9,14 91,4
400   45 35 84
Stúlkur 100 60 13 8,5 76,2
400   45 35 76,2
18 - 19 ára Piltar 110 60 13,72 9,14 99
400   45 35 91,4
Stúlkur 100 60 13 8,5 84
400   45 35 76,2
20 ára + Karlar 110 60 13,72 9,14 106,7
400   45 35 91,4
Konur 100 60 13 8,5 84
400   45 35 76,2


MILLILENGDA- OG LANGHLAUP  600m  +  

Helstu dómarar og starfsmenn (6 - 7 einstaklingar)
Hlaupstjóri
Aðstoðarhlaupstjóri
Ræsir
Aðstoðarræsir
Tímavörður
Hlaupritari
Brautadómarar
Markdómarar

Hlaupstjóri (og aðstoðarhlaupstjóri) framkvæmir nafnakall keppenda, skipar þeim niður á hlaupabrautir og athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Ef forföll verða í riðlum ákveður hlaupstjóri hvort riðlar verða sameinaðir eða ekki.  Hann sér til þess að hvert hlaup hefjist á réttum tíma. 
Ræsir sér um að ræsa keppendur og gefa merki um þjófstart með byssu.  Ræsir sér til þess að tímavörður sé tilbúinn til tímatöku fyrir hvert hlaup. Aðstoðarræsir sér til þess að allir hlauparar séu í löglegri viðbragðsstöðu (snerti ekki ráslínu ofl.).  Hann vaktar einnig startið og gefur merki um þjófstart með byssu/flautu.
Tímavörður sér um að tímatökutæki séu tilbúin fyrir hvern riðil og gefur ræsi merki um það.  Les tíma hvers keppanda af tækjunum að loknum hverjum riðli.
Hlaupritari skráir niður tíma allra keppenda í hverjum riðli.
Brautadómarar dæma hvort hlauparar hlaupi á sínum brautum á meðan hlaupið er á aðskildum brautum og fylgjast með að löglega sé hlaupið eftir að brautaskiptingu líkur.
Markdómarar sjá um að merkja við rétta röð keppenda í mark og skrá niður nafn eða keppnisnúmer.

Áhöld og tæki

 • Startbyssur  (2 stk) skot og flauta
 • Tímatökutæki
 • Ráslistar
 • Pennar og spjöld undir ráslista
 • Talstöðvar
 • Keilur til að afmarka lok brautaskiptingar
 • Hringateljari og bjalla
 • Dómaravesti

HELSTU REGLUR Í MILLILENGDA- OG LANGHLAUPUM  
Fyrirmæli ræsis        
Takið ykkur stöðu - skot
Rásstaða
Hlaupari skal ekki snerta ráslínu í rásstöðu sinni
Þjófstart
Ef hlaupari bregður við áður en rásmerki er gefið
Fjöldi þjófstarta      
Eitt þjófstart leyft í hverjum riðli.  Við annað þjófstart er viðkomandi hlaupari dæmdur úr leik.
Brautaskipting
Ef hlaupið er á aðskildum brautum í 600 m og 800 m endar brautaskiptingin að loknum 100 m og þá mega hlauparar færa sig inn á fyrstu braut.  Keilur eru settar á hverja hlaupabraut til að gefa lok brautaskiptingar til kynna.
Að stíga út fyrir braut
Hlaupara er óheimilit að stíga viljandi út af hlaupabrautinni sé það honum í hag s.s. til að stytta sér leið í beygjunni innanverðri.
Hindrun í hlaupi
Hlaupara er óheimilt að hindra aðra hlaupara að yfirlögðu ráði í hlaupi.
Markdómgæsla
Tímataka miðast við hvenær brjóstkassi hlaupara fer yfir marklínu.                                                          


LANGSTÖKK OG ÞRÍSTÖKK

Helstu dómarar og starfsmenn (6 -8 einstaklingar)
Stökkstjóri
Aðstoðardómarar 2 - 3
Stökkritari
Starfsmenn í gryfju 1 - 2
Starfsmaður á árangurstöflu
Tímavörður

Stökkstjóri framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður í stökkröð samkvæmt keppendalistanum.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Sér til þess að aðhlaupsbraut, planki, leir og sandgryfja sé með löglegum hætti.  Sér til þess að keppni hefjist á réttum tíma.  Dæmir á planka hvort stökk er gilt eða ógilt. Setur keilu á atrennubrautina á meðan verið er að mæla og undirbúa næsta stökk.
Aðstoðardómarar sjá um að mæla við planka og úti í gryfjunni.
Stökkritari  kallar keppendur upp, hver á stökkva og hver að vera tilbúinn.  Skráir árangur keppenda eftir stökkstjóra.  Merkir við hverjir komast í úrstlit og sér um að endurraða í stökkröð ef um slíkt mót er að ræða.  Ef keppendafjöldi er mikill getur verið þörf á að hafa tvo stökkritara þar sem annar skráir árangur en hinn stendur við upphaf atrennunnar og kallar upp keppendur.
Starfsmenn í gryfju  sjá um að yfirborð gryfjunnar sé slétt og jafnhátt hlaupabrautinni áður en hvert stökk hefst.
Starfsmaður á árangurstöflu setur upp keppnisnúmer og árangur hvers keppanda á árangurstöflu eftir hvert stökk. Hann snýr töflunni einn hring þannig að allir viðstaddir sjái á hana.
Tímavörður sér um að setja klukkuna af stað sem gefur stökkvaranum til kynna hvað hann á mikinn tíma eftir til að framkvæma tilraun sína.

Áhöld og tæki

 • Málband
 • Keila
 • Rauð og hvít flögg
 • Keppendalistar
 • Pennar og spjöld undir keppendalista
 • Hrífur/skóflur/sköfur
 • Leirplata
 • Spaði til að slétta leir
 • Árangurstafla
 • Dómaravesti  

 

 

HELSTU REGLUR Í LANGSTÖKKI OG ÞRÍSTÖKKI  
Tilraunir
Þrjár tilraunir fyrir alla keppendur og siðan þrjár tilraunir til viðbótar(úrslit) fyrir þá átta sem hafa stokkið lengst að loknum þremur fyrstu umferðunum.  Í úrslitum raðast keppendur í stökkröð eftir árangri þannig að sá sem er síðastur inn í úrslit keppir fyrstur. Í keppni flokkum 14 ára og yngri er oft notuð sú regla að allir keppendur stökkva fjórum sinnum en þá er engin úrslitakeppni.
Atrennubraut
Skal vera 45 m að lengd
Sandgryfja
Skal vera í sömu hæð og atrennubraut og sandur blautur þannig að hann falli ekki þegar lent er í honum.  Lengd gryfjunnar á að vera 10 m og breidd 2,60 m. 
Stökkplanki

Plankinn skal vera 20 cm breiður og hvítmálaður úr timbri. Leirplata skal vera staðsett við þá brún stökkplankans sem sandgryfjan er.  Halli á leirplötunni skal vera 45 gráður. Í langstökki er stökkplanki yfirleitt 1 - 1,5m frá brún sandgryfjunnar.  Í þrístökki skal vera möguleiki á að hafa stökkplanka níu metra, ellefu metra og þrettán metra frá gryfjunni.
Stökksvæði
Í flokkum 11 ára og yngri skal nota 1 m breitt stökksvæði
Í flokkum 12 - 13 ára skal nota 0,5 m breitt stökksvæði 
Tímamörk
Hver stökkvari hefur að hámarki eina mínútu frá því að nafn hans er kallað upp þar til hann hefur atrennuhlaupið til að stökkva.
Ógilt á planka
Ef stökkvari stígur á leirinn þannig að marki í hann eða fram fyrir plankann er stökkið ógilt.
Ógilt í gryfju
Ef stökkvari gengur aftur úr gryfjunni í átt að stökkplankanum.
Ógilt í atrennu
Ef stökkvari fer af stað eftir að mínúta er liðin frá því að hann er kallaður upp.  
Ógilt þrístökk
Í þrístökki skal stökkva upp af sama fæti af plankanum og lent er á í fyrstu lendingu eftir plankann og  síðan lent á gagnstæðum fæti og svo jafnfætis.  Takturinn annað hvort:  Hægri - Hægri - Vinstri - Jafnfætis eða Vinstri - Vinstri - Hægri - Jafnfætis.
Mæling þegar stokkið er á planka      
Mæla skal frá því marki í sandinum eftir stökkvarann sem er næst stökkplankanum.  Alltaf skal mæla stystu vegalengd að þeirri brún plankans sem er nær sandgryjunni.  Málbandið skal alltaf ver hornrétt á plankann.  Lesa skal af málbandinu við plankann.
Mæling þegar stokkið er á svæði
Mæla skal frá tá stökkvarans á stökksvæðinu og að aftasta marki í sandinum.               


HÁSTÖKK

Helstu dómarar og starfsmenn (4 - 6 einstaklingar)
Stökkstjóri
Aðstoðardómarar 2 - 3
Stökkritari
Starfsmaður á árangurstöflu
Tímavörður

Stökkstjóri framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður í stökkröð samkvæmt keppendalistanum.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Sér til þess að aðhlaupsbraut, uppistöður, rár og dýnur séu með löglegum hætti.  Sér til þess að keppni hefjist á réttum tíma.  Mælir hæð ráar í hvert skipti sem hún er hækkuð.  Dæmir við rá hvort stökk er gilt eða ógilt.
Aðstoðardómarar aðstoða við mælingar og uppsetningu ráar.
Stökkritari kallar keppendur upp, hver á stökkva og hver á að vera tilbúinn.  Merkir við hjá hverjum stökkvara með O = yfir, X = fall og -- = sleppir    Starfsmaður á árangurstöflu setur upp keppnisnúmer og hvaða hæð er reynt að stökkva yfir.
Tímavörður sér um að setja klukkuna af stað sem gefur stökkvaranum til kynna hvað hann á mikinn tíma eftir til að framkvæma tilraun sína.

Áhöld og tæki

Rár 4 m langar fyrir hástökk
Uppistöður
Dýnur
Málstokkur
Rauð og hvít flögg
Keppendalistar
Pennar og spjöld undir keppendalista
Árangurstafla
Dómaravesti
   
HELSTU REGLUR Í HÁSTÖKKI  
Tilraunir
Ótakmarkaður tilraunafjöldi þar til stökkvari fellir rána þrisvar í röð. Mótshaldara er heimilt að takmarka tilraunir í hástökki við 10
Stökksvæði
Hástökksvæði þarf að vera a.m.k. 15 m á hvern kant.
                     
Rá í hástökki skal vera 4,00 m löng.
Okar
Okarnir í hástökki skulu vera 6 cm langir og snúa hvor að öðrum eins og ráin liggur.
Uppistöður
Standi lóðrétt og á þeim sé hæðarkvarði.
Tímamörk
Hver stökkvari hefur að hámarki eina mínútu frá því að nafn hans er kallað upp þar til hann hefur atrennuhlaupið til að stökkva.
Ógilt hástökk
Ef stökkvari fellir rána.  Ef stökkvari fer undir rána.  Ef stökkvarai hleypur aftur fyrir rána eftir að tilraun er hafin.  Ef stökkvari fer af stað eftir að mínúta er liðin frá því að hann er kallaður upp.   
Keppandi úr leik
Stökkvari fellur úr keppni hafi hann fellt rána í þremur tilraunum í röð.    
Mæling á hæð ráar
Mæla skal lóðrétt frá jörðu/uppstökkssvæði að efri brún ráar með málstokk. 
Jafnir keppendur
Hafi tveir eða fleiri keppendur stokkið sömu hæð í keppni sigrar sá sem stökk yfir lokahæðina í fyrstu tilraun.  Ef enginn stökk yfir í fyrstu tilraun sigrar sá sem stökk yfir í annarri tilraun.  Ef keppendur hafa notað jafnmargar tilraunir til að fara yfir lokahæðina er gert upp á milli þeirra með því að telja hvað þeir hafa hvor um sig fellt oft í keppninni.
Umstökk
Ef keppendur um fyrsta sæti í keppni eru nákvæmlega jafnir samkvæmt næsta lið hér að ofan þarf svokallað umstökk að fara fram.  Þá reyna stökkvararnir í fjórða skipti við lokahæðina.  Ef hvorugum tekst að fara þá hæð er lækkað um tvo sentimetra og síðan hækkað aftur eða lækkað um aðra tvo sentimetra þangað til niðurstaða fæst.  


STANGARSTÖKK

Helstu dómarar og starfsmenn (4 - 6 einstaklingar)

Stökkstjóri
Aðstoðardómarar 2 - 3
Stökkritari
Starfsmaður á árangurstöflu
Tímavörður

Stökkstjóri framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður í stökkröð samkvæmt keppendalistanum.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Sér til þess að aðhlaupsbraut, uppistöður, rár og dýnur séu með löglegum hætti.  Sér til þess að keppni hefjist á réttum tíma.  Mælir hæð ráar í hvert skipti sem hún er hækkuð.  Dæmir við rá hvort stökk er gilt eða ógilt.
Aðstoðardómarar aðstoða við mælingar og uppsetningu ráar og stillingu fjárlægðar á rá í stangarstökki.
Stökkritari  kallar keppendur upp, hver á stökkva og hver á að vera tilbúinn.  Merkir við hjá hverjum stökkvara með O = yfir, X = fall og -- = sleppir    Starfsmaður á árangurstöflu setur upp keppnisnúmer og hvaða hæð er reynt að stökkva yfir.
Tímavörður sér um að setja klukkuna af stað sem gefur stökkvaranum til kynna hvað hann á mikinn tíma eftir til að framkvæma tilraun sína.

Áhöld og tæki

Rár 4,50 m langar fyrir stangarstökk
Uppistöður
Dýnur
Málstokkur
Rauð og hvít flögg
Keppendalistar
Pennar og spjöld undir keppendalista
Árangurstafla
Dómaravesti
   
HELSTU REGLUR Í STANGARSTÖKKI  
Tilraunir
Ótakmarkaður tilraunafjöldi þar til stökkvari fellir rána þrisvar í röð.
Atrennubraut
Í stangarstökki skal atrennubraut vera 45 m löng. 
                     
Rá í stangarstökki skal vera 4,50 m löng.
Okar
Okarnir sem stangarstökksráin hvílir á skulu vera 5,5 cm langir og snúa þvert á ránna. 
Uppistöður
Standi lóðrétt og á þeim sé hæðarkvarði. Uppistöður fyrir stangarstökk skulu vera þannig að hægt sé að stilla fjárlægð ráar frá 0 - 80 cm frá brún stangarstökksstokksins.
Tímamörk
Hver stökkvari hefur að hámarki eina mínútu frá því að nafn hans er kallað upp þar til hann hefur atrennuhlaupið til að stökkva. 
Ógilt stangarstökk
Ef stökkvari fellir rána.  Ef stökkvari fer undir rána.  Ef stökkvari hleypur aftur fyrir rána eftir að tilraun er hafin.  Ef stökkvari fer inn fyrir  núll stillinguna við stangarstökksstokkinn.  Ef stökkvari fer af stað eftir að mínúta er liðin frá því að hann er kallaður upp.  Ef stangarstökkvari byrjar stökkið, fer á loft, hættir við og lendir í dýnu eða á velli án þess að rjúfa núll stillinguna á hann rétt á að reyna aftur sé það mögulegt innan tímamarkanna.
Keppandi úr leik
Stökkvari fellur úr keppni hafi hann fellt rána í þremur tilraunum í röð.    
Mæling á hæð ráar
Mæla skal lóðrétt frá jörðu/uppstökkssvæði að efri brún ráar með málstokk. 
Jafnir keppendur
Hafi tveir eða fleiri keppendur stokkið sömu hæð í keppni sigrar sá sem stökk yfir lokahæðina í fyrstu tilraun.  Ef enginn stökk yfir í fyrstu tilraun sigrar sá sem stökk yfir í annarri tilraun.  Ef keppendur hafa notað jafnmargar tilraunir til að fara yfir lokahæðina er gert upp á milli þeirra með því að telja hvað þeir hafa hvor um sig fellt oft í keppninni.
Umstökk
Ef keppendur um fyrsta sæti í keppni eru nákvæmlega jafnir samkvæmt næsta lið hér að ofan þarf svokallað umstökk að fara fram.  Þá reyna stökkvararnir í fjórða skipti við lokahæðina.  Ef hvorugum tekst að fara þá hæð er lækkað um tvo sentimetra og síðan hækkað aftur eða lækkað um aðra tvo sentimetra þangað til niðurstaða fæst.  

KÚLUVARP - KRINGLUKAST - SLEGGJUKAST


Helstu dómarar og starfsmenn (6 - 8 einstaklingar)
Kaststjóri
Aðstoðardómarar 2 - 3
Kastritari
Starfsmenn sem koma kastáhöldum til baka 1 - 2
Starfsmaður á árangurstöflu
Tímavörður

Kaststjóri framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður í kaströð samkvæmt keppendalistanum.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Sér til þess að kasthringur, kastgeiri og kastáhöld sé með löglegum hætti.  Sér til þess að keppni hefjist á réttum tíma.  Dæmir við kasthring hvort kast er gilt eða ógilt.
Aðstoðardómarar sjá um að mæla við kasthring og úti í kastgeiranum þar sem kastáhaldið lendir.
Kastritari kallar keppendur upp, hver á að kasta og hver að vera tilbúinn.  Skráir árangur keppenda eftir kaststjóra.  Merkir við hverjir komast í úrslit og sér um að endurraða í kaströð ef um slíkt mót er að ræða. 
Starfsmenn sem koma kastáhöldum til baka  sjá um að öll kastáhöld standi hverjum kastara til boða við hverja tilraun.
Starfsmaður á árangurstöflu setur upp keppnisnúmer og árangur hvers keppanda á árangurstöflu eftir hvert kast. Snýr töflunni einn hring þannig að allir viðstaddir sjái á hana.
Tímavörður sér um að setja klukkuna af stað sem gefur kastara til kynna hvað hann á mikinn tíma eftir til að framkvæma tilraun sína.

Áhöld og tæki

 • Málband
 • Kastáhöld
 • Rauð og hvít flögg
 • Keppendalistar
 • Pennar og spjöld undir keppendalista
 • Árangurstafla
 • Dómaravesti
 • Klúta til að þurkka bleytu í kasthring ef blautt er     

HELSTU REGLUR Í KÚLUVARPI-KRINGLUKASTI OG SLEGGJUKASTI  
Tilraunir           

Þrjár tilraunir fyrir alla keppendur og siðan þrjár tilraunir til viðbótar(úrslit) fyrir þá átta sem hafa kastað lengst að loknum þremur fyrstu umferðunum.  Í keppni 14 ára og yngri er oft notuð sú regla að allir keppendur kasta  fjórum sinnum en þá er engin úrslitakeppni.
Kúluvarpshringur
2,13 m í þvermál með 10sm breiðum klossa þeim megin sem kastgeirinn er.  Steypt undirlag eða slétt yfirborð úr öðru efni.   Hringbrúnin skal vera 1 - 1,5 cm há allstaðar nema þar sem klossinn er.  50 cm langar línur skulu marka helming hringsins.
Sleggjukastshringur
2,13 m í þvermál.  Steypt undirlag eða slétt yfirborð úr öðru efni.   Hringbrúnin skal vera 1 - 1,5 cm há.  50 cm langar línur skulu marka helming hringsins.
Kringlukastshringur
2,50 m í þvermál.  Steypt undirlag eða slétt yfirborð úr öðru efni.   Hringbrúnin skal vera 1 - 1,5 cm há.  50 cm langar línur skulu marka helming hringsins.
Kastgeiri
35 gráður.  Mælt út frá miðju kasthrings, 20 m út hvorum megin og svo 12 m þversum.
Línur
Línurnar sem kastgeirinn er afmarkaður með eru 5 cm breiðar og eru utan vallar.
Kastbúr
Í kringlukasti og sleggjukasti skal vera öryggisbúr umhverfis kasthringinn á allar hliðar nema í þá átt sem kastgeirinn er.
Tímamörk
Hver kastari hefur að hámarki eina mínútu frá því að nafn hans er kallað upp þar til hann hefur kastið.
Ógilt í kasthring      
Ef kastari stígur upp á brún eða fram úr kasthring fyrir framan miðju hans meðan á kasti stendur eða að því loknu.  Kastáhaldið lendir í kastbúrinu.
Ógilt í kastgeira       
Kastáhaldið lendir utan kastgeirans eða á línunni sem afmarkar hann.
Ógilt kúluvarp
Ef kúlunni er kastað en ekki varpað frá hálsi.
Mæling við hring
Draga skal málbandið í gegnum miðju kasthringsins og lesa af málbandinu við innri brún kasthringsins þar sem vegalengdin er styst
Mæling í kastgeira
Mæla skal frá aftasta marki kastáhaldsins sem er næst kasthringnum. 

Þyngdir kastáhalda eftir aldursflokkum (Íslenskar reglur)

Flokkur
Kúla og sleggja (kg)
Spjót (g) 
Kringla (kg)  Lóð (kg) 
11 ára Piltar 2 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
12 ára Piltar 3 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
13 ára Piltar 3 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
14 ára Piltar 4 600 1  
Stúlkur 3 400 0,6  
15 ára Piltar 4 600 1
Stúlkur 3 400 0,6
16 - 17 ára Piltar 5 700 1,5 10
Stúlkur 3 500 1 8
18 - 19 ára Piltar 6 800 1,75 12
Stúlkur 4 600 1 8
20 ára + Karlar 7,26 800 2 15
Konur 4 600 1 8

 

SPJÓTKAST

Helstu dómarar og starfsmenn (6 - 8 einstaklingar)
Kaststjóri
Aðstoðardómarar 2 - 3
Kastritari
Starfsmenn sem koma kastáhöldum til baka 1 - 2
Starfsmaður á árangurstöflu
Tímavörður

Kaststjóri framkvæmir nafnakall keppenda og skipar þeim niður í kaströð samkvæmt keppendalistanum.  Athugar númer keppenda eða önnur auðkenni.  Sér til þess að atrennubraut, kastlína, kastgeiri og kastáhöld sé með löglegum hætti.  Sér til þess að keppni hefjist á réttum tíma.  Dæmir við kastlínu hvort kast er gilt eða ógilt.
Aðstoðardómarar sjá um að mæla við kastlínu og úti í kastgeiranum þar sem kastáhaldið lendir.
Kastritari  kallar keppendur upp, hver á að kasta og hver að vera tilbúinn.  Skráir árangur keppenda eftir kaststjóra.  Merkir við hverjir komast í úrslit og sér um að endurraða í kaströð ef um slíkt mót er að ræða. 
Starfsmenn sem koma kastáhöldum til baka sjá um að öll kastáhöld standi hverjum kastara til boða við hverja tilraun.
Starfsmaður á árangurstöflu setur upp keppnisnúmer og árangur hvers keppanda á árangurstöflu eftir hvert kast. Snýr töflunni einn hring þannig að allir sjái á töfluna. 
Tímavörður sér um að setja klukkuna af stað sem gefur kastara til kynna hvað hann á mikinn tíma eftir til að framkvæma tilraun sína.

Áhöld og tæki

 • Málband
 • Kastáhöld
 • Rauð og hvít flögg
 • Keppendalistar
 • Pennar og spjöld undir keppendalista
 • Árangurstafla
 • Dómaravesti      

HELSTU REGLUR Í SPJÓTKASTI  
Tilraunir
Þrjár tilraunir fyrir alla keppendur og siðan þrjár tilraunir til viðbótar(úrslit) fyrir þá átta sem hafa kastað lengst að loknum þremur fyrstu umferðunum.  Í keppni 14 ára og yngri er oft notuð sú regla að allir keppendur kasta  fjórum sinnum en þá er engin úrslitakeppni.
Atrennubraut
4,00 m á breidd með sléttu yfirborði.
Kastlína
Bogadregin út frá punkti sem er átta metrum aftan við línuna á miðri atrennubrautinni og í gegnum punkt þar sem fjögurra metra breiða atrennubrautin skerast.  50 cm langar línur skulu marka enda kastlínunnar hvorum megin.
Kastgeiri
28 gráður.  Mælt út frá miðju 4m breiðraðr atrennubrautar átta metrum aftan við kastlínuna.
Línur
Línurnar sem kastgeirinn er afmarkaður með eru 5 cm breiðar og eru utan vallar.
Tímamörk
Hver kastari hefur að hámarki eina mínútu frá því að nafn hans er kallað upp þar til hann hefur kastið.
Ógilt við kastlínu
Ef kastari stígur upp á kastlínuna eða yfir hana. 
Ógilt í kastgeira
Kastáhaldið lendir utan kastgeirans eða á línunni sem afmarkar hann. Spjótið lendir ekki þannig að sjáist að framendinn komi niður fyrst.
Mæling við kastlínu
Draga skal málbandið í gegnum punkt á miðri atrennubrautinni átta metrum aftan við kastlínuna og lesa af málbandinu við innri brún kastlínunnar þar sem vegalengdin er styst.
Mæling í kastgeira
Mæla skal frá aftasta marki kastáhaldsins sem er næst kasthringnum.  
Þyngdir kastáhalda eftir aldursflokkum (Íslenskar reglur)

Flokkur
Kúla og sleggja (kg)
Spjót (g) 
Kringla (kg)  Lóð (kg) 
11 ára Piltar 2 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
12 ára Piltar 3 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
13 ára Piltar 3 400 0,6  
Stúlkur 2 400 0,6  
14 ára Piltar 4 600 1  
Stúlkur 3 400 0,6  
15 ára Piltar 4 600 1
Stúlkur 3 400 0,6
16 - 17 ára Piltar 5 700 1,5 10
Stúlkur 3 500 1 8
18 - 19 ára Piltar 6 800 1,75 12
Stúlkur 4 600 1 8
20 ára + Karlar 7,26 800 2 15
Konur 4 600 1 8

 

Síðast uppfært: 8.8.2012