jako

Lesa frétt
25.11.2014

Júdómót 10 ára og yngri

Næsta þriðjudag þ.e. 25.nóv. verður æfing yngsta aldurshópsins það er 10 ára og yngri með öðru sniði en vanalega því við fáum heimsókn frá Júdódeild ÍR og Júdódeild Garðabæjar og ætlum að setja upp lítið mót fyrir krakkana. Æfingin sem venjulega byrjar kl. 17:30 hefst núna kl. 17:00 svo allir sem ætla sér að vera með þurfa að vera mætt ekki seinna en 16:30 og svo lýkur æfingunni/mótinu kl. 18:30 eins og vanalega.