jako

Fyrir Byrjendur

Hvernig hefst kennsla í Júdó
Byrjendur eru leiddir rólega af stað og undirstöðuatriði eins og fallæfingar (tæknin að læra að lenda mjúklega) eru kenndar af mikilli kostgæfni. Vöðvar sem litla eða enga hreyfingu láta af sér vita og því er brýnt að byrja rólega. 
Þegar iðkendum verður ljóst hversu áhrifaríkar fallæfingarnar eru, í að ná mjúkri lendingu, læra þeir að meta íþróttina enn frekar.
-Fallæfingar
Undantekningalaust læra iðkendur tæknina að lenda á stuttum tíma.
Reyndar er það svo að fallæfingar eru stundaðar af öllum Júdómönnum allan sinn feril. 
Nánar má lesa um Ukemi (fallæfingar) í grein skrifaðri á ensku Ukemi Nánar
-Líkamsæfingar
Almennar líkamsæfingar eru snar þáttur í hverjum æfingartíma. Iðkendur ná mikilli mýkt og stórauka liðleika sinn á undravert stuttum tíma. Úthald og kraftur eykst eftir því sem líður á önnina.
Lesa má áhugaverða samantekt um Judo sem íþrótt séð frá Líkamsþjálfun á þessari síðu :
 http://www.ijf.org/corner/corner_introduction.php
-Teygjur
Fyrir og eftir æfingar er mikil áhersla lögð á teygjur. Með því næst jafnvægi krafts og liðleika.

Myndir af fallæfingum
Ushiro Ukemi (fallæfing aftur á bak)

Allir eru  velkomnir