jako

Pistlar

Sjálfsvörn

Pistill þessi er að mestuleiti þýðing á grein sem birtist á vef Bujikan Judoklúbsins í Ísrael www.judo-bujinkan.com .  Þar eru sérfræðingar eins og Trish Bar-On, 4 Dan sem kennir m.a. sjálfsvörn fyrir konur.

Við höfum margoft séð ákveðin atriði í kvikmyndum.  Til dæmis þegar ung kona gengur í gegnum bílakjallara.  Skyndilega birtist ljótur náungi sem ræðst á konuna.  Konan slær náungan í augun með lyklum og jafnvel gefur honum vel útilátið spark á viðkvæman stað.  Hún skýst inn í bíl og spólar af stað. Þetta er í bíómyndum. 

Í raunveruleikanum yrði atriðið svona.  Þegar konan ætlar að verja sig með því að slá árásarmanninn með lyklunum eða sparka í hann milli fótanna þá veit hann hvað hann á von á.  Hann grípur í hendina eða fótinn þannig að hún missir jafnvægið og dettur.  Nú er  hún í slæmri stöðu liggjandi á bakinu.  Hún  á erfitt með að verja sig og hún getu ekki hlaupið í burtu. 

Margir halda að sjálfsvörn sé karate spark í klof árásarmannsins eða högg í auga árásarmannsins.  En sjálfsvörn er frekar að komast hjá því  að þurfa að berjast við einhvern sem ógnar eða ætlar að ráðast á viðkomandi.    Sjálfsvörn snýst meira um að nota gáfurnar en hnefana.

Fólk sem verður fyrir ógnunum og fer að berjast gegn árásaraðilanum getur lent í ennþá verri aðstæðum.  Árásaraðilinn sem er  æstur og fullur af adrenalíni getur orðið ennþá æstari.  Í slíkum tilfellum er best að  komast í burtu.  Þannig eru mestar líkur á að það komist hjá líkamsmeiðingum. 

Ein leiðin til að komast hjá árás er að treysta eigin innsæi og almennri skinsemi.  Til dæmis ef nemandi gengur einn á skólalóðinni, og honum finnist allt í einu að einhver sé að fylgjast með sér, þá getur það verið rétt.  Skynsamlegast fyrir hann er að fara yfir á stað þar sem fleira fólk er fyrir.  Árásarmenn eru ekki alltaf ókunnugir menn sem stökkva fram úr dimmum húsasundum.  Algengt er að árásarmenn þekkja þolandann. 

Í sjálfsvörn er einnig mikilvægt að geta róað aðstæður.  Dæmi um slíkt er að afhenda ræningja strax veskið frekar en að  berjast við ræningjann eða flýja.  Svipað á við þegar  nemandi verður fyrir áreitni á skólalóðinni, þá er hægt að róa aðstæður með því að taka undir það sem hin er að segja.  Hann þarf ekki að taka neitt mark á því sjálfur.  Svo er hægt að leiða athyglina frá sér og segja t.d. ég held að það hafi verið að hringja úr frímínútum og ganga í rólegheitum á braut.   Einfaldir hlutir eins og að missa ekki stjórn á skapi sínu getur róað aðstæður.  Lærðu að stilla skap þitt svo þú getir gengið á braut án þess að nota hnefana.  Það virkar ekki alltaf að róa aðstæður.  Það gengur aðeins ef þolandinn er rólegur sjálfur og gerir ekki árásaraðilann sjálfsöruggari.  Með því að gera ekkert sem getur ógnað árásaraðilanum er hægt að ná betri stjórn á aðstæðum. 

 

 

 

Dragið úr áhættu

Aðrir mikilvægir þættir í sjálfsvörn er að komast hjá því að lenda í hættulegum aðstæðum.  Hér eru nokkrar ráðleggingar frá Bandarísku samtökunum National Crime Prevention Council. 

·         Þekktu umhverfi þitt.  Vertu á svæðum sem eru opin, vel upplýst og í alfaraleið.  Takið sérstaklega eftir stöðum þar sem einhverjir geta falið sig.

·         Styttið ykkur ekki leið um fáfarin svæði.

·         Ef þið eruð á ferð á næturlagi farið um í hópum.

·         Kynnið öðrum (fjölskyldu, vinum) daglegar venjur ykkar.  Ef þið farið eitthvert sérstakt látið vita hvenær þið komið aftur.

·         Athugið svæðið þar sem fólk kemur saman.  Finnst þér þetta vera öruggt,  Finnst öðrum þetta vera öruggt.

·         Vertu öruggur í fasi og berðu þig vel líkamlega.  Láttu eins og þú vitir hvert þú ert að fara og taktu eftir því hvað er að gerast kringum þig.

·         Gangið með farsíma.   Hafið númer neyðarlínunar og númer t.d. foreldra tilbúin í minni.

·         Tilkynnið um alla glæpi sem þið verið vitni að.

Lærið sjálfsvörn

Eina leiðin til að vera tilbúin undir átök er að læra sjálfsvörn.  Því miður er lítið um sjálfsvarnarnámskeið á Íslandi.  Við ætlum að bæta úr þessum skorti og hefa fljótlega kennslu í sjálfsvörn.

Erlendis er kennt í sjálfsvarnarnámskeiðum að meta aðstæður og hvað á að gera.  Í slíkum námskeiðum er t.d. kennt að   bregðast við árás.  Árásarmaður býst t.d. við klofsparki eða höggi í augun.  En í sjálfsvarnarnámskeiðum er kennt hvernig hægt er að koma árásarmanni á óvart.  Í sjálfsvarnarnámskeiðum fá nemendur tækifæri til að æfa viðbrögðin.  Ef nemandi fer á námskeið með einhverjum vini er auðveldara að æfa brögðin eftir á og hafa þau vel undir búin löngu eftir að námskeiði líkur.

Einn helsti kostur  þess að læra sjálfsvörn er aukið öryggi.  Ef kemur til átaka er of seint að hugsa hvernig þetta er gert.  Það er mikið auðveldara að framkvæma brögðin ef þau hafa verið æfð áður.