hertz-hvitur_grunnur

BootCamp

Serrano

jako

landsbankinn

Subway

 

atlas

netto

Bros

tm

Portfarma

Auðmerkt

Lesa frétt
2.4.2016

Drengjaflokkur ÍR í körfubolta gerðu góða ferð til Svíþjóðar um páskana á Scania Cup

Drengjaflokkur ÍR í körfubolta nánar tiltekið drengir fæddir 1999 og 2000 gerðu góða ferð til Svíþjóðar um páskana á Scania Cup sem er gríðar sterkt mót þar sem saman koma sterkustu félagslið norðurlanda í hverjum aldursflokki. 
Lið ÍR hóf mótið af miklum krafti og tókst að sigra í sínum riðli og tryggja sér þannig sæti í 4 liða úrslitum. Í 4 liða úrslitum mætti liðið danska liðinu EVN basket sem er þjálfað af Craig Petersen landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands og Geoff Kotila sem þjálfaði Snæfell fyrir ekki löngu með frábærum árangri. 
EVN basket er lið körfubolta akademíu og hefur á að skipa 5 dönskum landsliðsmönnum og einum norskum. ÍR hafði í fullu tré við danska liðið í undanúrslitum en varð að lokum að lúta í lægra haldi 63-77. ÍR spilaði því úrslitaleik um 3ja sætið og lagði þar af velli norska liðið Ullern 56'ers 79-69. Liðið spilaði gríðarlega vel í mótinu og hefði með örlítilli heppni átt möguleika á að fara alla leið í úrslit. Hákon Örn Hjálmarsson varð sigahæsti leikmaður mótsins í þessum aldursflokki en hann skoraði 129 stig eða 25,8 stig að meðaltali í leik og var hann í lok móts valinn í 5 manna úrvalslið mótsins. Sigvaldi Eggertsson sem er fæddur árið 2000 varð þriðji stigahæsti leikmaður mótsins með 84 stig eða 16,8 stig að meðaltali í leik. Allir leikmenn liðsins áttu mjög gott mót og frábær liðsbragur á liðinu. 
Þjálfari liðsins Borche Ilievski er að gera góða hluti með þessa stráka en aðstoðarþjálfarinn í þessu móti Sveinbjörn Claessen kom sterkur inn enda mikill andlegur leiðtogi og fyrirmynd ungra manna hjá félaginu.