jako

Keiluhöllin

ÍR-TT

ÍR-TT spilar keppnistímabilið 2011 - 2012 í fyrstu deild kvenna

Liðið ÍR-TT var upphaflega stofnað undir nafninu Tryggðatröll kvenna haustið 1993.  Liðið var þá skipað starfsmönnum Sjóvá-Almennra, TM, VÍS og Skandia og var stofnað vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Norðurlandamóti tryggingafélaganna Nordisk forsikringsstævne sem haldið var í Danmörku sumarið 1994.  Liðið hefur síðan tekið þátt í Íslandsmóti liða og Bikarkeppni liða á hverju ári, en karlaliðið sem stofnað var sama ár hætti keppni eftir tvö ár.

ÍR-TT keppir nú í 1. deild kvenna undir merkjum Keiludeildar ÍR og heimavöllur liðsins er í Öskjuhlíð.  Besti árangur liðsins til þessa er þegar liðið náði að verða Meistarar-Meistaranna árið 2006.

 

 

 

ÍR-TT skipa nú eftirtaldir leikmenn:


Guðný Gunnarsdóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Sigríður Klemensdóttir
Sigurlaug Jakobsdóttir

Katrín Fjóla Bragadóttir


Efst frá vinstri: Guðný, Linda, Soffía. Fremst frá vinstri: Ástrós og Sigurlaug.