jako

Keiluhöllin

Aðalfundur 17. mars 2010
Aðalfundur keiludeildarinnar verður haldinn 17. mars 2010 klukkan 20:00 á annarri hæð í ÍR heimilinu.

Aðalfund deilda skal halda fyrir marslok ár hvert. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir deildarmenn, sem orðnir eru 16 ára að aldri. Til aðalfundar skal boðað með viku fyrirvara á tryggilegan hátt. Er hann lögmætur ef 15 deildarmenn mæta, eða 50% af lögmætum deildarmönnum, séu þeir færri en 30.

Dagskrá aðalfundar skal vera svo:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.