ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Fréttir
10.11.2016

Tveir ÍR-ingar á úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr nýstofnuðum 3.flokki hjá ÍR hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum hjá U-16 ára landsliði karla í knattspyrnu

Þetta eru þeir Kristján Jóhannesson og Róbert Andri Ómarsson, strákar sem eru fæddir árið 2002.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara, helgina 11-13. nóvember. 

Óskum við þessum efnilegu piltum innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Áfram Ísland og ÍR!

27.9.2016

ÍR-ingar 2. deildarmeistarar í knattspyrnu

2flokkur

Meistaraflokkslið ÍR- karla í fótbolta lauk keppnistímabilinu með glæsibrag á laugardaginn með 3-1 sigri á Aftureldingu.  Lið sigraði 2. deildina með yfirburðum og hlaup 54 stig eða 11 stigum meira en næsta lið.  Vann 17 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði tveimur.  Liðið skoraði 47 mörk og fékk á sig 19.  Markakóngur deildarinnar varð svo með miklum yfirburðum ÍR-ingurinn Jón Gísli Ström sem skoraði 22 mörk í 21 leik.

Að loknum leiknum á laugardag afhenti formaður KSÍ Geir Þorsteinsson ÍR-ingum bikarinn á Hertz-vellinum í Mjóddinni við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. 

Til hamingju leikmenn, þjálfarar, stjórnendur, sjálfboðaliðar og stuðningsmenn.   

___________________________________________________________________________
9.9.2016

ÍR knattspyrnuhátíð um helgina

Við viljum minna á að það er ÍR helgi og knattspyrnuhátíð framundan.

Á morgun, laugardag spilar m.fl. kvenna gegn Grindavík kl. 14.00 á Hertz vellinum í umspili um að komast upp í Pepsi deild.

Á sunnudaginn er uppskeruhátíð BUR (Barna- og unglingaráðs) í Seljaskóla kl. 12:00.

Að henni lokinni er ætlunin að fara í skrúðgöngu niður á Hertz-völl og horfa á leik meistaraflokks karla við Magna í 20.umferð 2.deildar.

Hvítblá helgi framundan, Áfram ÍR!

4.9.2016

ÍR upp í 1 deild í knattspyrnu - Til hamingju

Í gær fór fram fjórða síðasta umferð í 2 deild karla í knattspyrnu. Strákanir okkar þurftu að gera sér ferð til Húsavíkur og leika gegn Völsung sem hafa verið við miðja deild í allt sumar. Leikur ÍR og Völsungs hófst klukkustund fyrr en allir hinir leikirnir. Leikur ÍR og Völsungs fór 1-1 og var það enn og aftur markamaskínan Jón Gísli Ström sem skoraði fyrir ÍR-inga. Síðan kl 16.00 þegar öðrum leikjum lauk í 2 deild, var það ljóst að strákarnir okkar voru búnir að vinna deildina, en þetta varð ljóst eftir að Grótta og Afturelding misstigu sig bæði í sínum leikjum. 

Grótta fékk botnlið KF í heimsókn og fyrir fram bjuggust flestir við þægilegum sigri Gróttu. Lokatölur urðu 1-1 á Seltjarnarnesi. 

Það var svo ekkert mark skorað þegar Afturelding og Njarðvík mættust og því eru Grótta og Afturelding áfram með jafnmörg stig í baráttunni um 2. sætið. Af sökum þessa úrslita eru ÍR-ingar búnir að vinna sigur í deildinni og þeir geta því fagnað vel í kvöld. 

Frábær árangur stráknna okkar,

Innilega til hamingju allir ÍR-ingar og Breiðholt. Næst leikur verður á heimavelli gegn Magna sunnudaginn 11.09 kl 14.00 - ALLIR Á VÖLLIN.

23.8.2016

Heimaleikur á fimmtudaginn 25. agúst

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tekur á móti Ægi frá Þorlákshöfn. ÍR eru í efsta sæti í 2. deild á meðan Ægir situr í 11 sæti og er að berjst fyrir tilveru sinni í 2 deildinni. Því má búast við hörkuleik á fimmtudaginn. Atlantsolía ætlar að gefa pylsur fyrir leikinn sem hefst kl 18.00 og verða þeir frá Atlantsolíu mætt á staðinn kl 17.30.
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja við bakið á okkar strákum.

Seinna um kvöldið mætast siðan liðin í 2 og 3 sæti, Afturelding og Grótta 

ÁFRAM ÍR

11.8.2016

Á sigurbraut - mfl. Karla knattspyrnu

Strákarnir okkar tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í gær í  góðu fótboltaveðri (lengst af leiknum). Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu mótherjana 5-0 og eru þar af leiðandi komnir með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Lið fer svo til Ólafsvíkur á sunnudaginn og keppir þar á móti KF.

Nýji leikmaðurinn okkar ÍR-inga átti frábæran leik, Daði Ólafsson, en hann kom frá Fylki að láni rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Daði átti 2 stoðsendingar, sú fyrsta þegar Jón Gísli skoraði fyrsta markið og seinni sendingin var þegar Böddu varnarjaxl skoraði annað markið. Síðan gerði Daði sér lítið fyrir og skoraði tvö næstu mörk. Að lokkum skoraði Fall fimmta og síðasta markið í leiknum og innsiglaði þar sem sigur okkar stráka í gær.

Frábær liðsheild sem við erum með hjá okkur hér í ÍR. Eins og Addó sagði í stór skemmtilegu viðtalið á facebooksíðu knattspyrnudeildar ÍR, fyrst og fremst sigur liðsheldarinnar.

Liðið hefur áður verið í vænlegri stöðu en ætlar sér alla leið að þessu sinni og við megum ekki hætta að hvetja þá áfram.

Stelpurnar eiga svo leik í kvöld í Laugardalnum á mótti Þrótt.

Áfram ÍR!

8.8.2016

Sigursælir strákar í knattspyrnu

Um helgina fóru fjögur lið í 5.flokki karla hjá ÍR á OB mótið á Selfossi og voru til fyrirmyndar inná velli sem utan. Leikgleðin skein úr hverju andliti og áttu börn og fullorðnir gæðastundir í blíðviðrinu fyrir austan. 
Öll lið stóðu sig með miklum sóma og skiluðu sér tveir bikarar heim  :-) C-lið ÍR tryggði sér bikar í sínum riðli og slíkt hið sama gerðu A-liðið og þar með titilinn ÓB meistarar 2016. Framtíðin svo samnarlega björt.
ÁFRAM ÍR

30.7.2016

Nýtt gervigras 2017

ÍR fagnar því að Reykjavíkurborg ætli að skipta út dekkjakurli á gervigrasvellinum við Skógasel á næsta ári í staðinn fyrir árið 2019 eins og til stóð.  Viðræður milli aðalstjórnar ÍR og forsvarsmanna Reykjavíkurborgar varðandi uppbyggingu á ÍR svæðinu hafa meðal annars skilað því að þökur verða lagðar á malarvöllinn í byrjun september næstkomandi, frjálsíþróttavöllurinn er á áætlun og verður tekin í notkun á næsta ári og dekkjakurlinu verður skipt út á gervigrasvellinum.

 

"Þetta er byrjunin á frekari uppbyggingu á aðstöðu okkar ÍR-inga.  Hlökkum við til áframhaldandi samstarfs borginarinar og ÍR.

 

Fyrir hönd aðalstjórnar

Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR"

11.6.2016

Knattspyrnuskóli ÍR fer af stað á mánudag

Minnum á knattspyrnuskóla ÍR verður starfræktur á ÍR-svæðinu í sumar. Knattspyrnuskólinn hefst mánudaginn 13. júní næstkomandi.
Skólinn er fyrir hádegi frá kl. 9-12. 
Hvert námskeið er tvær vikur og kostar 12.000 kr
Skráning í fullum gangi á www.ir.is