ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Lesa frétt

Fjórir drengir frá ÍR í Reykjavíkurúrvalið

4.flokkur karla hjá ÍRí knattspyrnu hefur náð afbragðs góðum árangri í mótum vetrarins enda á ferðinni býsna efnilegur hópur sem leggur hart að sér við æfingar undir stjórn þjálfarans síns hans Jóhannesar Guðlaugssonar.

Á dögunum var kynnt Reykjavíkurúrval 14 ára drengja sem fer í lok maí til Helsinki og leikur þar við önnur úrvalslið höfuðborga Norðurlanda, svona „landslið“ borganna.  Í 16 manna hópi eiga ÍR-ingar fjóra fulltrúa, þá Adam, Ivan Óla, Braga Karl og Róbert Andra.  Þessi árangur vekur stolt á meðal ÍR-inga enda mikil viðurkenning fyrir það starf sem unnið er í yngri flokkum félagsins, hvað þá ef horft er til þess að fjórir aðrir voru í upphaflegu 36 manna úrtaki Reykjavíkur.  

Sannkallaðar fyrirmyndir þarna á ferð fyrir ungt knattspyrnufólk félagsins.Um leið og við sendum baráttukveðjur til strákanna með vissu um það þeir verði félaginu sínu og Reykjavíkurborg til sóma óskum við þessum strákum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Áfram ÍR!