ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Lesa frétt

Á sigurbraut - mfl. Karla knattspyrnu

Strákarnir okkar tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í gær í  góðu fótboltaveðri (lengst af leiknum). Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu mótherjana 5-0 og eru þar af leiðandi komnir með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Lið fer svo til Ólafsvíkur á sunnudaginn og keppir þar á móti KF.

Nýji leikmaðurinn okkar ÍR-inga átti frábæran leik, Daði Ólafsson, en hann kom frá Fylki að láni rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Daði átti 2 stoðsendingar, sú fyrsta þegar Jón Gísli skoraði fyrsta markið og seinni sendingin var þegar Böddu varnarjaxl skoraði annað markið. Síðan gerði Daði sér lítið fyrir og skoraði tvö næstu mörk. Að lokkum skoraði Fall fimmta og síðasta markið í leiknum og innsiglaði þar sem sigur okkar stráka í gær.

Frábær liðsheild sem við erum með hjá okkur hér í ÍR. Eins og Addó sagði í stór skemmtilegu viðtalið á facebooksíðu knattspyrnudeildar ÍR, fyrst og fremst sigur liðsheldarinnar.

Liðið hefur áður verið í vænlegri stöðu en ætlar sér alla leið að þessu sinni og við megum ekki hætta að hvetja þá áfram.

Stelpurnar eiga svo leik í kvöld í Laugardalnum á mótti Þrótt.

Áfram ÍR!