ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Lesa frétt

ÍR upp í 1 deild í knattspyrnu - Til hamingju

Í gær fór fram fjórða síðasta umferð í 2 deild karla í knattspyrnu. Strákanir okkar þurftu að gera sér ferð til Húsavíkur og leika gegn Völsung sem hafa verið við miðja deild í allt sumar. Leikur ÍR og Völsungs hófst klukkustund fyrr en allir hinir leikirnir. Leikur ÍR og Völsungs fór 1-1 og var það enn og aftur markamaskínan Jón Gísli Ström sem skoraði fyrir ÍR-inga. Síðan kl 16.00 þegar öðrum leikjum lauk í 2 deild, var það ljóst að strákarnir okkar voru búnir að vinna deildina, en þetta varð ljóst eftir að Grótta og Afturelding misstigu sig bæði í sínum leikjum. 

Grótta fékk botnlið KF í heimsókn og fyrir fram bjuggust flestir við þægilegum sigri Gróttu. Lokatölur urðu 1-1 á Seltjarnarnesi. 

Það var svo ekkert mark skorað þegar Afturelding og Njarðvík mættust og því eru Grótta og Afturelding áfram með jafnmörg stig í baráttunni um 2. sætið. Af sökum þessa úrslita eru ÍR-ingar búnir að vinna sigur í deildinni og þeir geta því fagnað vel í kvöld. 

Frábær árangur stráknna okkar,

Innilega til hamingju allir ÍR-ingar og Breiðholt. Næst leikur verður á heimavelli gegn Magna sunnudaginn 11.09 kl 14.00 - ALLIR Á VÖLLIN.