ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Dómararáð

Dómararáð
knattspyrnudeildar ÍR


 

    Í dómararáði knd ÍR eiga rétt á sæti allir réttindadómarar sem taka að sér dómgæslustörf fyrir ÍR. Í byrjun nóvember skal dómararáð skipa þriggja manna stjórn, formann og tvo meðstjórnendur og skal stjórnin kosin á fyrsta fundi dómarráðs ár hvert skv. starfslýsingu dómararáðs.

Helstu verkefni dómararáðs er að sjá um að útvega dómara og aðstoðardómara á ÍR-velli, kveði reglur á um að aðstoðardómara sé krafist, svo framarlega sem KRR eða KSÍ sjái ekki um boðun á leikina.

Dómgæsla er krefjandi, en um leið gefandi starf.  Knattspyrnudeild ÍR getur státað sig af frábærum dómurum sem hafa starfað í sjálfboðavinnu fyrir félagið síðastiðin ár. Okkur vantar alltaf fleirri dómara eða aðstoðardómara. Ef þig langar að bjóða þig fram, þá vinsamlegast sendu vefpóst á knd@ir.is
 og gefðu upp nafn og síma. Það verður haft samband við þig fljótlega.

Knattspyrnudeild ÍR býður iðkendum og þeim aðilum sem hafa áhuga á dómgæslu  á dómaranámskeið KSÍ án endurgjalds. Námskeiðin eru haldin af ÍR í samvinnu við KSÍ í byrjun hvers árs.

Nánari upplýsingar gefur yfirþjálfari knd. ÍR hvenær næsta námskeið verður.