ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Dómararáð

Starfslýsing
Dómararáðs knattspyrnudeildar ÍR1. Í dómararáði BUR knattspyrnudeildar ÍR eiga rétt á sæti allir réttindadómarar sem taka að sér dómgæslustörf fyrir ÍR.

2. Dómararáð skipar þriggja manna stjórn, formann og tvo meðstjórnendur og skal stjórnin kosin á fyrsta fundi dómarráðs ár hvert.

3. Dómararáð hittist á matarfundi í boði BUR knattspyrnudeildar ÍR að vori til að ræða niðurröðun dómarastarfa tímabils.

4. Dómararáð skal sjá um að útvega dómara og aðstoðardómara á ÍR-velli, kveði reglur á um að aðstoðardómara sé krafist, svo framarlega sem KFR eða KSÍ sjái ekki um boðun á leikina.

5. Stjórn dómararáðs hittist síðustu viku hvers mánaðar til að ganga frá endanlegri niðurröðun á dómgæslustörfum næsta mánaðar.

6. Dómarráð afhendir yfirþjálfara BUR niðurröðun dómgæslustarfa hvers mánaðar. Yfirlitið skal hengt á töflu knattspyrnudeildar að Skógarseli og setja á heimasíðu ÍR.

7. Dómararáð tilkynnir dómurum ráðsins hvenær þeir eiga að dæma.

8. Meðstjórnandi dómararáðs BUR hefur samband við þjálfara einstakra flokka vegna “aðstoðardómarakeðju” ÍR og færir þær upplýsingar inn á niðurröðun dómarastarfa.

9. Yfirþjálfari BUR hefur samband við dómara minnst sólarhring áður en viðkomandi dómari á að dæma leik að .

10. Að jafnaði skulu tveir réttindadómarar starfa við leiki 3. flokks karla og kvenna, annars einn réttindadómari auk “aðstoðardómarakeðju”.

11. Ef fyrirsjánanlegt er að dómari forfallist vegna veikinda eða af öðrum ástæðum skal hann sjá til þess að staðgengill annist dómarastörf í stað hans.

12. Yfirþjálfari, þjálfari, íþróttafulltrúi félagsins skal tilkynna allar breytingar á leikjum til viðkomandi dómara svo fljótt sem kostur er. Yfirþjálfari, þjálfari, íþróttafulltrúi skal einnig tilkynna dómararáði aukaleiki eða mót með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.

13. Setu í dómararáði fylgja fríðindi. Allir dómarar fá kaffisamsæti á meistaraflokksleikjum og afslætti frá samstarfsaðilum knattspyrnudeildar. Að auki fylgja úttektir og fríðindi miðað við vinnuframlag við dómarastörf í þágu í samræmi við ákvarðanir félagisins á hverjum tíma.

14. Dómararáð getur tekið ákvörðun um hvort sérstakt gjald verði innheimt fyrir mótsleiki á vegum KSÍ og KRR. T.d árgjald á hvern iðkanda svo hægt sé að halda úti faglegri dómgæslu. Nú sérstaklega þegar öll sjálfboðavinna er í undanhaldi.

Ath starfslýsing Dómararáðs knattspyrnudeilar er ekki tæmandi. Og búast má við viðbótum á komandi ár-i/um.