ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Þátttaka yngri leikmanna í eldri flokkum

Stefnulýsing
Vegna þátttöku yngri  leikmanna í eldri flokkum.


Vinnureglur vegna þátttöku yngri leikmanna í eldri flokkum.

Markmið:
• Auka knattspyrnuhæfni leikmanna með því að finna þeim krefjandi verkefni.
• Auka leikskilning og leikþroska leikmanna með því að æfa og spila með leikmönnum sem lengra eru komnir.
• Auka gæði æfinga og leikja í eldri flokkum.

Æfingaþátttaka:
Stefnt er að því að leikmenn sem hafa þroska og hæfni til að æfa með sér eldri leikmönnum fái möguleika á því. Þó skal alltaf haft í huga að leikmaðurinn sinni fyrst og fremst æfingum með sínum flokki, en fái leyfi til að æfa með sér eldri flokki þegar slíkt er mögulegt.
• Á frídegi síns eigin flokks eigi leikmaður möguleika á að sinna æfingum hjá eldri flokki.
• Möguleiki á samkeyrslu æfinga, á þann hátt að flokkar eigi æfingartíma einu sinni í viku. Leikmaður á að sinna hluta æfingarinnar með sér eldri flokki.

Þátttaka í leik:
Stefnt er að því að leikmenn sem hafa þroska og hæfni til að leika sér eldri leikmönnum fái möguleika á því. Þó skal alltaf haft í huga að leikmaðurinn sinni fyrst og fremst leikjum með sínum flokki, en fái leyfi til að leika með sér eldri flokki þegar slíkt er mögulegt.

Vinnulag:
Ákvarðannir um ofangreinda tilfærslu er alltaf í höndum yfirþjálfara og þjálfurum viðkomandi flokka. Í öllum tilvikum ber að leita eftir samþykki iðkanda og forráðamanna hans / hennar áður en tilflutningur verður. Þjálfarar verða að vera tilbúnir að rökstyðja ósk sína um tilflutningur verður. Þjálfarar verða að vera tilbúnir að rökstyðja ósk sína um tilflutning fyrir yfirþjálfara, leikmönnum síns flokks og forráðamönnum þeirra.