ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Verðlaun og viðurkenningar

Stefnulýsing
Stefna barna og unglingaráðs (BUR) vegna afhendingu verlauna og viðurkenninga


1. Allir iðkendur félagins í knattspyrnu eru sigurvegarar.

2. Ekki skal verðlauna iðkendur í yngri flokkum ÍR fyrir markaskorun í einstökum leikjum eða mótum.

3. Iðkendur 10 ára og yngri fá allir jafna viðurkenningu ef um slíkt er að ræða, t.d. á uppskeruhátíð.

4. Óheimilt er að velja íþróttamann ÍR eða knattspyrnumann ÍR úr yngri flokkum knattspyrnudeildar félagsins, þ.e. úr 3.-7. flokki karla og 3.-6. flokki kvenna.

5. Gæta skal að jafnrétti milli kynja þegar um viðurkenningar er að ræða hjá félaginu.

6. Á uppskeruhátíð félagsins skal einkum veita einstökum flokkum viðurkenningu fyrir góða ástundun, gott félagsstarf, framfarir, liðsheild, umgengni, prúðmennsku og stuðning við meistaraflokka félagsins.

7. Heimilt er á uppskeruhátíð að veita einstökum iðkendum frá 11 ára aldri viðurkenningar fyrir góða ástundun. Einnig er heimilt að velja frá sama aldri, ástundun, mestu framfarir á yngra og eldra ári, efnilegasta leikmanninn, háttvísi ( verlaun veitt fyrir prúðmannlega framkomu jafnt innan sem utan vallar og sem góð fyrirmynd jafnaldra sinna ).

8. Ekki skal gera upp á milli iðkenda á uppskeruhátíðum með því að velja besta leikmann í einstökum flokkum.