hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Styrktartvenna ÍR
Styrktartvenna ÍR

Hefur ÞÚ áhuga á að styrkja ÍR?
ÍR hefur nú gert samning við tvö stór fyrirtæki sem eru OLÍS og GottKort. Samningar þessir gagnast bæði stuðningsmönnum ÍR og félaginu sjálfu. Stuðningsmönnum ÍR býðst vara og þjónusta þessara fyrirtækja á sérstöku tilboðsverði og fyrir hverja sölu þá rennur ákveðinn ágóði til ÍR. Stuðningsmenn fá því betri kjör en áður og ÍR fær hluta af ágóðanum. Endilega kynnið ykkur þessi frábæru tilboð.


Tilboð 1  ÍR-ingum stendur nú til boða TVENNUKORT OLÍS OG ÓB. Tvennukortið er staðgreiðslukort sem tryggir þér góðan afslátt af eldsneyti, vörum og þjónustu hjá Olís og ÓB. Ekki þarf að tengja kortið við debet- eða kreditkort, þú einfaldlega framvísar kortinu þegar þú greiðir. Sérstakur stuðningur við ÍR Olís og ÓB greiða 2.500 kr. til félagsins fyrir hvert útgefið kort sem nær lágmarksveltu (200 lítrar). Þess verður þó að gæta að þegar sótt er um kortið að ÍR sér skrifað í reitinn sem merktur er hópur. Til viðbótar fær félagið 1 krónu af hverjum eldsneytislítra sem greiddur er með kortinu. Nánar má sjá um þetta tilboð með því að smella HÉR.
Þú getur sótt um kortið á http://www.olis.is/felog/hopakort


Tilboð 2 ÍR og GottKort hafa gert með sér samning að hvert kort sem gert samning. Fyrir hvert GottKort sem selt er í gegnum ÍR fær félagið töluverðan ágóða af hverju seldu korti næstu þrjú árin. Þetta er kjörið tækifæri til þess að spara töluverðan pening og í leiðinni styrkja ÍR. Nánar má sjá um þetta tilboð með því að smella HÉR.


Það kann að hljóma furðulega að íþróttafélög og stórfyrirtæki eins og OLÍS og GottKort geri með sér slíka samninga en slíkt fyrirkomulag er hinsvegar orðið nokkuð algengt. Þessir samningar veita ÍR-ingum góð afsláttarkjör á þjónustu og vörum og um leið styðja ÍR. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Ingólf markaðsfulltrúa ÍR (ingolfur@ir.is / s:587-7080).