ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Yngri flokkar
10.11.2016 Árni Birgisson

Tveir ÍR-ingar á úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr nýstofnuðum 3.flokki hjá ÍR hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum hjá U-16 ára landsliði karla í knattspyrnu

Þetta eru þeir Kristján Jóhannesson og Róbert Andri Ómarsson, strákar sem eru fæddir árið 2002.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara, helgina 11-13. nóvember. 

Óskum við þessum efnilegu piltum innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Áfram Ísland og ÍR!

11.6.2016 Kristján Gylfi Guðmundsson

Knattspyrnuskóli ÍR fer af stað á mánudag

Minnum á knattspyrnuskóla ÍR verður starfræktur á ÍR-svæðinu í sumar. Knattspyrnuskólinn hefst mánudaginn 13. júní næstkomandi.
Skólinn er fyrir hádegi frá kl. 9-12. 
Hvert námskeið er tvær vikur og kostar 12.000 kr
Skráning í fullum gangi á www.ir.is

21.12.2015 Árni Birgisson

Jólanámskeið hjá Knattspyrnudeild

Milli jóla og nýárs verður boðið upp á jólanámskeið hjá knattspyrnudeild ÍR. Knattspyrnunámskeiðið er ætlað 7-4 flokki karla og kvenna. Áhersla er lögð á tækni, leikgleði og ýmislegt annað. Þjálfarar eru þeir Sigurður Þórir Þorsteinsson og Kristján Gylfi Guðmundsson. 

1.12.2015 Árni Birgisson

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik í knattspyrnu um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Hlynur, var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á fótboltaæfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboða störfum innan félagsins.
Hann gerði ekki bara marga frábæra hluti í þágu félagsins heldur var hann einnig virkur í félagslífi og duglegur námsmaður.

Ár hvert er haldið mót fyrir 7. flokk karla sem kallast Hlynsmótið og er það orðið að árlegum viðburði í mótahaldi ÍR-inga. Mótið hefur iðulega gengið frábærlega vel fyrir sig.
Frítt er inn á leikinn á miðvikudaginn, en fólki er frjálst að gefa framlag í minningarsjóð Hlyns. 

Kt: 411209-0160 
Banki: 0115-05-60550

Félögin hvetja sem flesta til þess að styrkja málefnið og um leið að sjá hörkuleik í Egilshöll á miðvikudaginn

6.11.2015 Árni Birgisson

BK - Mótið - Knattspyrnudeild ÍR

Laugardaginn 31. október fór fram BK-mót ÍR 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Mótið fór fram á ÍR vellinum í bliðskaparveðri og stóð frá klukkan 9-18 sama dag. Milli leikja gátu bæði keppendur og aðstandendur hvílt lúin bein og keypt góðar veitingar á hagstæðu verði í ÍR heimilinu. Þátttakendur að þessu sinni voru á annað hundrað hressar stelpur sem kepptu í 9 liðum frá ÍR, Likni, Haukum, Víking og HK. Keppt var í tveimur riðlum og var keppnin afar jöfn og spennandi, en að lokum stóðu Víkingar uppi sem sigurvegarar. Mótinu lauk með BK-kjúklingaveislu, verðlaunaafhendingu og skemmtun í Hólabrekkuskóla um kvöldið. Aðalstyrktaraðili BK-mótsins var BK-Kjúklingur, Grensásvegi. Stelpurnar sem tóku þátt í þessu móti eru strax farnar að hlakka til næsta BK-móts sem haldið verður 9. apríl 2016.

3.10.2015 Árni Birgisson

Sigurður ráðinn yfirþjálfari ÍR.

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR hefur ráðið Sigurð Þórir Þorsteinsson til starfa sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar ÍR. Sigurður mun taka við starfinu af Halldóri Halldórssyni sem hefur nú kvatt ÍR eftir 13 ára farsæl störf. 

Sigurður er reynslumikill þjálfari hann hefur m.a. starfað sem þjálfari hjá Skallagrími, Breiðablik og Aftureldingu, yfirþjálfari hjá Fylki og undanfarin ár hefur hann verið formaður knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. 

Sigurður er uppalinn ÍR-ingur í húð og hár hefur spilað með öllum flokkum félagsins. 

Við bjóðum Sigurð velkominn til félagsins og hlökkum til að starfa með honum. 

2.10.2015 Sigrún Tómasdóttir

Fjáröflun yngri flokka

Sölvi fjáröflunBarna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar stóð fyrir fjáröflun fyrir alla iðkendur yngri flokka í lok september. Hann Sölvi í 5. flokki var sá iðkandi sem safnaði mest og Sigurður Arnar í 7. flokki næst mest. Þeir fengu að launum tvo frímiða á Subway hvor. Fjáröflunarteymi BUR óskar Sölva og Sigurði til hamingju og hrósar þeim fyrir dugnaðinn.

4.8.2015 Sigrún Tómasdóttir

Stelpurnar á Símamótinu

Á sumrin er nóg að gera hjá stelpunum í ÍR/Leikni. Dagana 16. – 19. júlí var Símamótið haldið í Kópavogi í 31. sinn. Símamótið er stærsta knattspyrnumót stúlkna sem haldið er á landinu og í ár léku veðurguðirnir við um 2.000 þátttakendur og aðra gesti meðan á mótinu stóð. ÍR/Leiknir sendi fimm lið á mótið í 5. – 7. flokki. Eins og venjulega voru stelpurnar félagi sínu til sóma og skemmtu sér vel, bæði innan vallar og utan. Hvert lið spilaði sex leiki á mótinu og þess á milli var sungið, hár fléttað og skreytt í litum ÍR/Leiknis, félagarnir hvattir til dáða og slakað á í blíðunni.

5.7.2015 Sigrún Tómasdóttir

TM mótið í Vestmannaeyjum

TM motið_2015TM-mótið í Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk kvenna fór fram dagana 10.-13. júní og sendi  ÍR/Leiknir tvö lið á mótið. Spenna var hjá stelpunum að fara á þetta stóra og skemmtilega mót. Mikill undirbúningur var fyrir mótið og stelpurnar komu vel stemmdar og tilbúnar að sýna hvað í þeim býr. Bæði lið stóðu sig frábærlega og mátti sjá marga sigra á þessu móti. A liðið endaði mótið í 8. sæti á meðan B lið komst í úrslit um Drangvíkurbikarinn en þurfti að sætta sig við tap eftir mark hjá andstæðingunum á loka mínútu og 2. sæti var raunin. Frábær árangur hjá báðum liðum og ljóst að ÍR/Leiknir getur verið stolt að þessum frábæru fótboltakonum.

4.7.2015 Sigrún Tómasdóttir

ÍR/Leiknir á Landsbankamóti Tindastóls

Landsbankamot2015Dagana 27. og 28. júní fór Landsbankamót Tindastóls fram á Sauðárkróki í blíðskaparveðri. Landsbankamótið er fyrir stúlkur úr 6. og 7. flokki og ÍR/Leiknir mætti til leiks með þrjú lið sem öll voru félaginu til sóma. Stúlkurnar spiluðu fótbolta af krafti í góða veðrinu á meðan foreldrar og aðrir stuðningsmenn sólbrunnu á hliðarlínunni. Mótið tókst einstaklega vel og var öll skipulagning og framkvæmd til fyrirmyndar. Þátttakendur, þjálfarar og stuðningsmenn ÍR/Leiknis þakka mótshöldurum kærlega fyrir góða helgi.