jako

Lesa frétt
1.2.2016

Kjör íþróttafólks ÍR 2015

Á föstudaginn var íþróttafólk ÍR heiðrað á verðlaunahátíð félagsins. Aníta Hinriksdóttir úr frjálsum var kjörin íþróttakona ÍR og Hafþór Harðarson úr keilunni  íþróttakarl ÍR.

Skíðadeildin tilnefndi þau Helgu Maríu Vilhjálmsdóttir og Kristinn Loga Auðunsson.

Hér eru umsagnir frá deildinni um þau.

Helga_kristinnHelga María Vilhjálmsdóttir , skíðakona ÍR 2015

Helga María hefur verið ein besta skíðakona landsins undanfarin ár. Síðastliðin vetur keppti hún á yfir 30 alþjóðlegum mótum viðsvegar um heiminn. Stærstu áskoranir vetrarins voru heimsmeistaramótið í Vail í USA. Helga keppti þar bæði í svig og stór svigi og kláraði bæði mótin. Einnig náði hún 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu bæði í svigi og stórsvigi en þar var hún ríkjandi Íslandsmeistari. Segja má að besti árangur vetrarins hafi komið í lok vetrar þegar hún náði 2. sæti á norska unglingameistaramótinu og gerði sína bestu punka í stórsvigi. Bæti hún stöðu sína í flestum greinum á heimslista. Helga María er í A landsliði Íslands á skíðum. 

Kristinn Logi Auðunsson Skíðakarl ÍR 2015

Kristinn Logi var valinn í landsliðshóp fyrir HM unglinga og keppti þar ásamt fjöld móta erlendis. Kristinn er borinn og barnfæddur ÍR-ingur og hefur æft skíði frá unga aldri, áhugi hans hefur vaxið jafnt og þétt og bankar hann nú á landsliðsdyr skíðasambandsins. Kristinn er að búinn að bæta stöðu sína á heimslista umtalsvert á milli ára. 

Við þetta tækifæri var Helgu Maríu veitt Ólympíumerki ÍR og styrkur frá Orkusýn ehf.