jako

Sjoppuplan

Með því að semlla HÉR  má sjá sjoppuplan fyrir

veturinn 2015-2016 (Væntanlegt fljótlega)


Hengill-sjoppuvaktir

Hluti af skíðastarfinu felst í því að foreldrar iðkenda þurfa að skiptast á að standa vaktir um helgar í skálanum okkar.  Sjoppuvakt felur í sér eftirtalin verkefni:  Að halda matsölum hreinum, hlaða í uppþvottavél, passa að wc séu í lagi og selja varning úr sjoppu en allur hagnaður af sjoppurekstrinum rennur til foreldrafélagsins og er notaður til að standa straum af ýmsum kostnaði sem snýr beint að skíðakrökkunum okkar. 

Hengill er sameiginlegur skáli Víkinga og ÍR-inga og er sjoppuvaktin rekin sem slík.  Hvort sem Víkingar eða ÍR-ingar eru á vakt, þarf að þrífa báða sali í lok dags.  Hurð sem skilur að sali Víkinga og ÍR-inga á að vera opin um helgar og þeir sem eru á vakt eiga að ræsta báða sali í lok dags ásamt glerskála.  Stundum eru eingöngu Víkingar á vakt og stundum ÍR-ingar,  sjoppuvakt tilheyrir báðum lúgum og sömuleiðis báðum sölum.

Helgarvaktir koma ávallt með eitthvert bakkelsi til að selja (t.d. skúffuköku,muffins kleinur eða það sem ykkur dettur í hug).

Vaktin:

 1. Opnið stóru hurðina milli salanna strax í byrjun dags.
 2. Opna lúgur, 2 lúgur ef 2 eru á vakt, 3 lúgur ef 3 eru á vakt. Lúga í glerskála á alltaf að vera opin.  Ef lúga er lokuð inn í sal á að stilla upp leirtaui við þá lúgu.
 3. Athugið hvort salerni séu hrein og með pappír.
 4. Hellið upp á kaffi í byrjun dags og stillið upp í lúgum (svartir stórir kaffibrúsar).
 5. Hita vatn fyrir kakó í kötlum.
 6. Frystar samlokur eru í frysti í kjallara Víkingsmegin, seljist frosnar.
 7. Drykkir í kæli.
 8. Sælgæti í sjoppuskápum, stillið upp í lúgum
 9. Peningakassi og posi í skáp merktum sjoppu, Við skrifum ekki hjá fólki.  Gerið upp posa skv. leiðbeiningum.
 10. Stilla upp bakkelsi að heiman til sölu.
 11. Wc pappír og eldhúsrúllur eru í kompum í kjallara ef vantar.
 12. Seljið skíðapassa skv. leiðbeiningum á vegg.

Frágangur:

Læsa verðmæti inni í skápum og skila lyklum á sinn stað.  Þrífa eldhús, ganga frá öllu leirtaui.  Þrífa báða sali vel og taka alla ruslapoka úr báðum sölum. Þrifgræjur eru í ræstikompum í anddyri Víkings og ÍR-megin og í skáp undir vaski í eldhúsi.  Skola úr moppuhausum og tuskum og leggja til þerris á skúringafötum í ræstikompum.   Fullir ruslapokar fara í gáma við Bláfjallaskála.  Slökkva ljós, taka samlokugrill úr sambandi, læsa báðum megin.

Fríða  (692-9234),

Sveinbjörn (660-2405)

 

Gangið um eins og þið mynduð vilja koma að því, hreinu og fínu 

Gangi ykkur vel.

  

Foreldrafélög ÍR og Víkings.