jako

Agareglur

Agareglur

 

Dojang reglur

 1. Heilsa skal fánanum þegar komið er inn í Dojang.
 2. Hneigðu þig fyrir kennara við innkomu í Dojang.
 3. Vertu hljóður ef ekki er yrt á þig.
 4. Dobok á að vera hreinn og snyrtilegur.
 5. Vandaðu orðaval þegar þú talar til kennara.
 6. Þegar á æfingu stendur áttu að vera kyrr á þínum stað.
 7. Bera skal Dobok fagmannlega.
 8. Ef þú þarft að laga búninginn þá skaltu snúa þér frá kennara og/eða samnemanda á meðan.
 9. Það síðasta sem þú gerir áður en þú yfirgefur dojang er að heilsa fánanum og hneigja þig fyrir kennara.
 10. Að drekka og reykja er bannað í dojang.
 11. Ekki trufla aðra sem eru að æfa.
 12. Eftir æfingu sjá nemendur um að ganga vel frá salnum.

Viðhorf Taekwondo-manna

 1. Nemandinn skal leitast við að skilja að fullu allar hliðar Taekwondo.
 2. Nemandinn skal alltaf hafa jákvætt viðhorf til Taekwondo. Ef misskilningur kemur upp þá á nemandi ekki að þrasa við kennarann. Nemandinn skal heldur ekki snúa sér gegn meginreglum Taekwondo.
 3. Nemandinn á að hjápla til við að auka útbreiðslu Taekwondo.
 4. Nemandinn á að setja sér langtíma markmið og stefna á að kenna öðrum Taekwondo í framtíðinni.
 5. Nemandinn á að sýna þroska, vera gott dæmi um raunverulegan bardagalistamann og þróa með sér góðan íþróttaanda.
 6. Óháð kringumstæðum á nemandinn ekki að óhlýðnast kennaranum og glíma verður við vandamál við réttar aðstæður.
 7. Nemandinn skal ekki vera hrokafullur eða virðast óvinsamlegur.
 8. Nemandinn má ekki missa tryggð við sinn Dojang, kennarann eða samnemendur.
 9. Án tillits til aðstæðna á nemandinn að fylgja siðareglunum og vera gott fordæmi fyrir aðra í sérhverjum félagslegum aðstæðum.
 10. Takmarkið er að verða „stríðsmaður viskunnar“, sýna þor og kjark og hafa stjórn á líkama og huga.

 

Agareglur í Dojang

 1. Ef þú situr á gólfinu í Dojang á meðan kennarinn er að sýna eitthvað áttu að sitja á hnjánum (krjúpa) og hneigja þig þegar hann er búinn.
 2. Þegar þú kemur inn í Dojang átt þú fyrst að heilsa fánanum (snúa þér að fánanum og setja hægri hönd á hjarta) og síðan hneigja þig fyrir kennaranum.
 3. Í Dojang á að ríkja friður. Fíflagangur líðst ekki.
 4. Alltaf skal gæta þess að Dobok sé snyrtilegur, hreinn og sléttur.
 5. Ef Dobok aflagast á þér skaltu snúa þér undan kennara/æfingafélaga og laga hann.
 6. Óheimilt er að klæðast Dobok utan Dojang nema brýna nauðsyn beri til. Bannað er að fara heim af æfingu í Dobok.
 7. Vertu ávallt kurteis í tali við kennara og hneigðu þig fyrir honum.
 8. Þegar við klæðumst Dobok hefur aldur enga merkingu. Það skiptir ekki máli þótt kennarinn sé yngri en nemendurnir. Þegar við hins vegar erum ekki í Dobok þá hefur sá elsti mest að segja.

Utan Dojang

 • Taekwondo-menn eiga að virða kennara sína, foreldra og samnemendur.
 • Taekwondo-menn eiga að hafa sterkari persónuleika en aðrir menn og nota það sem þeir hafa lært af Taekwondo við aðrar aðstæður. Þetta kallast Peong-Bob, að geta notað þann hugsunarhátt sem maður hefur tamið sér í Dojang einnig í daglegu lífi t.d. í skólanum, í atvinnulífinu og í samskiptum við vini.

 

© Gústaf H Gústafsson og Jóel K Jóelsson