jako

Sumaræfingabúðir 2010

Sumaræfinabúðir TTU 27. júní til 3. júlí

Summerfestival 2010

Í fyrsta skipti heldur TTU sumaræfingabúðir í Danmörku, þessar æfingabúðirnar eru opnar öllum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir Íslendinga að koma á æfingabúðir, þar sem boðið er upp á topp taekwondoþjálfara.
Þjálfarar í ár eru meðal annars fyrrum Poomsae heimsmeistari Master Ky-Tu Dang og fyrrum OL gullmetahafi í Sparring og landsliðsþjálfari Kóreu, Master Lee Gae Haeng. Ásamt þeim koma Ki stórmeistari Eun Am, Master Lee Baek Aðstoðarforseti í tæknideildinni í Poomsae frá Kóreu, master Nuno Damaso áttfaldur svissneskur meistari í Poomsae og margir fleiri.

 

Æfingabúðirnar verða haldnar í lýðháskólanum Bosei sem oft er kallaður Mekka bardagaíþróttar í Danmörku. Aðstæður þar eru mjög góðar, og meðal annars er sundlaug á staðnum.

Sjá allar nánari upplýsingar á heimasíðu æfingabúðanna: www.sommerfestival2010.com

Islev Taekwondo félagið stendur fyrir æfingabúðunum í fyrsta skipti og stefna þeir að því að búðirnar verði áhugaverðar og skemmtilegar fyrir alla.