hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
4.9.2015

Körfuboltafjör ÍR

Körfuboltadeildin ætlar að vera með körfuboltadag ÍR 5.september nk. í Seljaskóla.  

Fjörið byrjar kl. 11:30. 

Planið er að fara í allskonar körfubolta leiki og veita verðlaun og glaðninga. 

Kl. 13:00 ætlum við að varpa leiknum Ísland - Þýskaland á risaskjá og panta pizzur frá Dominos. Eftir leik er svo hægt að fara í körfubolta og leika sér.

Á staðnum verða þjálfarar frá ÍR og upplýsingar um æfingatíma flokkanna.

 

Dagskrá:

*Körfuboltaleikir

*Verðlaun og glaðningar

*Ísland - Þýskaland í Eurobasket á risaskjá

*Pizzur frá Dominos

*Frjáls leikur í körfubolta 

Stjórn Körfunnar