hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
8.9.2015

Karate hjá ÍR

Iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar sem undanfarin ár hafa æft, keppt og starfað í karate í nafni Leiknis hafa fært sig til ÍR. 

Æfingar í karate hefjast undir merkjum ÍR mánudaginn 14. september.   
Æfingatafla og staðsetning æfinga verður auglýst síðar í vikunni hér á síðunni.

 

Karateæfingar ÍR verða liður í að efla íþróttaframboð ÍR í Efra-Breiðholti.   Karatestarfið mun fá aðstöðu í Efra- Breiðholti sem ekki hefur verið nýtt fyrir íþróttir áður og keppir því ekki við aðrar greinar innan ÍR um aðstöðu.  Eins og hefð er fyrir um annað íþróttastarf ÍR  byggir starfið í kringum karate á framlagi áhugasamra sjálfboðaliða.  Hér er um tilraunverkefni að ræða og  í vor verður lagt mat á hvort framhald verður á.

 

Iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar sem nú munu æfa, keppa og starfa undir merkjum ÍR eru boðnir velkomnir í félagið og óskað góðs gengis.