hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
11.9.2015

Guðni með risa kringlukast

DSC_8640ÍR-ingurinn stórefnilegi Guðni Valur Guðnason náði risakasti og frábæru afreki í kringlukasti í keppni í Hafnarfirði í gær þegar hann kastaði kringlunni 63.50m. Þar með skaust Guðni upp í þriðja sæti á afrekalista íslenskra kringlukastara frá upphafi. Aðeins Íslandsmethafinn, Vésteinn Hafsteinsson, úr HSK, með 67,64 metra, og Erlendur Valdimarsson, ÍR, með 64,32 metra hafa kastað tveggja kílóa karlakringlunni lengra. Óskar Jakobsson, Eggert Bogason, Magnús Aron Hallgrímsson og Óðinn Björn Þorsteinsson eru meðal þeirra stórkastara sem Guðni fór upp fyrir á afreksskránni frá upphafi og varð um leið sjötti Íslendingurinn til þess að rjúfa 60 metra múrinn í kringlukasti. Guðni Valur sem er rétt að verða tvítugur hefur aðeins æft kringlukast undir stjórn Péturs Guðmundssonar Íslandsmet-hafa í kúluvarpi í rúmt ár, bætti sinn fyrri árangur um 4,90 metra í dag og hefur nú bætt sig um 10metra frá því s.l. haust. Til hamingju Guðni Valur.