hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
27.9.2015

Meistaraflokkur karla - Addó og Knd. ÍR endurnýja samninginn

Arnar Þór Valsson og Knattspyrnudeild ÍR hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar Þór, Addó, verði áfram þjálfari meistaraflokks karla.

 

Addó hefur verið þjálfari meistarflokks karla síðastliðin  þrjú  ár,  og var ákveðið að semja aftur við Addó þar sem árangur meistaraflokks hefur verið vaxandi og ungir ÍR-ingar hafa tekið miklum framförum undir hans stjórn.  Stigasöfnun hefur aukist á hverju ári, nýir liðsmenn falla vel í leikmannahópinn og andinn og ánægjan í hópnum er gríðarlega góð. Knattspyrnudeild ÍR hlakkar til að starfa áfram með Addó í átt að gera gott lið enn betra.

 

ÁFRAM ÍR

 

Kveðja,

Stjórn Knd. ÍR.