hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
29.9.2015

Vegna umræðu um dekkjakurl í knattspyrnuvöllum

Samkvæmt yfirlýsingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá 2010 er eftirlitinu ekki kunnugt um neinar 
rannsóknir sem sýna að notkun gúmmíkurls í knattspyrnuvöllum sé hættuleg heilsu fólks hvorki í 
andrúmslofti slíkra staða né varðandi snertingu við húð.  Yfirlýsing frá FIFA Alþjóða 
knattspyrnusambandinu frá 2006 er samhljóma, ekki hafa fundist rannsóknir sem sýna fram á að 
hætta sé af notkun svarta dekkjakurlsins í knattspyrnuvöllum.  Í yfirlýsingu FIFA er vitnað í rannsóknir 
sem gerðar hafa verið af óháðum stofnunum eða háskólum m.a. í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, 
Noregi,  Belgíu og Frakklandi.

Heilbrigðiseftirlitið bannar ekki rekstraraðilum íþróttavalla notkun svarts gúmmís en mælir ætíð með 
notkun umhverfisvænni efna þar sem þau eru til.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er umhverfisvænna gúmmí notað í alla nýja 
gervigrasvelli sem Reykjavíkurborg byggir.  Slíkir vellir eru komnir í  Egilshöll, hjá Þrótti og Val.  Stefnt 
er að endurnýjun allra gervigrasvallanna með dekkjakurlinu þar á meðal ÍR-vallar á næstu árum. 

F.h. Íþróttafélags Reykjavíkur

Þráinn Hafsteinsson

Íþróttastjóri