hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.10.2015

Metþátttaka á Bronsleikum ÍR

DSC_2646Bronsleikar ÍR verða haldnir næstkomandi laugardag og hefst keppni kl. 9:30 í Laugardalshöll. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flösadóttur sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Það stefnir í metþátttöku í ár þar sem hátt í 300 börn eru skráð til leiks og ljóst að það verður kátt í höllinni á laugardaginn. Til að halda mót sem þetta þarf margar vaskar hendur og það eru liðsmenn meistaraflokks ÍR ásamt öflugum unglingum sem sjá um framkvæmdina ásamt vaskri sveit reyndra sjálfboðaliða.

Á myndinni má sjá Völu Flosadóttir í hópi ánægðra þátttakenda á fyrstu Bronsleikum ÍR árið 2010.