hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
3.10.2015

Sigurður ráðinn yfirþjálfari ÍR.

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR hefur ráðið Sigurð Þórir Þorsteinsson til starfa sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar ÍR. Sigurður mun taka við starfinu af Halldóri Halldórssyni sem hefur nú kvatt ÍR eftir 13 ára farsæl störf. 

Sigurður er reynslumikill þjálfari hann hefur m.a. starfað sem þjálfari hjá Skallagrími, Breiðablik og Aftureldingu, yfirþjálfari hjá Fylki og undanfarin ár hefur hann verið formaður knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. 

Sigurður er uppalinn ÍR-ingur í húð og hár hefur spilað með öllum flokkum félagsins. 

Við bjóðum Sigurð velkominn til félagsins og hlökkum til að starfa með honum.