hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
6.11.2015

BK - Mótið - Knattspyrnudeild ÍR

Laugardaginn 31. október fór fram BK-mót ÍR 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Mótið fór fram á ÍR vellinum í bliðskaparveðri og stóð frá klukkan 9-18 sama dag. Milli leikja gátu bæði keppendur og aðstandendur hvílt lúin bein og keypt góðar veitingar á hagstæðu verði í ÍR heimilinu. Þátttakendur að þessu sinni voru á annað hundrað hressar stelpur sem kepptu í 9 liðum frá ÍR, Likni, Haukum, Víking og HK. Keppt var í tveimur riðlum og var keppnin afar jöfn og spennandi, en að lokum stóðu Víkingar uppi sem sigurvegarar. Mótinu lauk með BK-kjúklingaveislu, verðlaunaafhendingu og skemmtun í Hólabrekkuskóla um kvöldið. Aðalstyrktaraðili BK-mótsins var BK-Kjúklingur, Grensásvegi. Stelpurnar sem tóku þátt í þessu móti eru strax farnar að hlakka til næsta BK-móts sem haldið verður 9. apríl 2016.