hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
8.11.2015

Góður árangur á Gaflaranum - Myndir

Gaflarinn

Fjölmargir ÍR ingar lögðu leið sína í Hafnafjörðinn um helgina til að taka þátt í Gaflaranum sem er orðinn árlegur frjálsíþróttaviðburður fyrir krakka frá 10 ára aldri. Góður árangur náðist á mótinu en helst má nefna að Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fór í fyrsta skipti undir 8 sekúndur í 60 m hlaupi. Hún kom í mark á tímanum 7,98 s sem er aðeins 8/100 frá Íslandsmeti í flokki 14 ára og aldrei að vita hvað gerist á Silfurleikunum eftir hálfan mánuð. Þeir Ívan Óli Santos og Daníel Atli Matthíasson Zaizer rökuðu saman verðlaunum í flokki 12 ára pilta og tóku fyrstu tvö sæti í þremur greinum af fjórum.

Þá van Marín Imma Richards til þrennra verðlauna en hún kom fyrst í mark í 60 m hlaupinu, varð önnur í langstökki og þriðja í 400 m hlaupi í flokki 12 ára. Birgir Jóhannes Jónsson kom langfyrstur í mark í bæði 60 og 400 m hlaupunum með flottar bætingar. Helga Margrét Haraldsdóttir bætti sig í hástökki og sigraði í flokki 14 ára með 1,55 m, Iðunn Björg Arnaldsdóttir sigraði örugglega í 400 m hlaupinu í flokki 13 ára og Nína Sörensen sigraði í kúluvarpi í flokki 11 ára.

Fleiri myndir frá mótinu má finna hér og úrslitin eru að venju á Þór.