hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
16.11.2015

Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍR-ings í karate

IMG_2197ÍR-ingar sem kepptu í Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite náðu glæsilegum árangri og lönduðu fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍR í karate. 
Sverrir Ólafur Torfasson ÍR varð Íslandsmeistari í flokki karla í +84 kg þyngdarflokki og Diego Valencia varð í 2. sæti í sama flokki. Aron Anh Ky Huynh ÍR varð í 2. sæti í flokki karla í 67 kg þyngdarflokki og Kristján Helgi Carrasco ÍR varð í 3. sæti í flokki karla í -75 kg þyngdarflokki.
Í opnum flokki og hafnaði Sverrir Ólafur Torfasson í 2. sæti og
Kristján Helgi Carrasco í 3. sæti.IMG_221
ÍR varð svo Íslandsmeistari í liðakeppni karla en liðið skipuðu þeir Kristján Helgi Carrasco, Diego Valencia og Sverr­ir Ólaf­ur Torfa­son.
ÍR hafnaði í 2. sæti í heildarkeppni félaga og greinilegt að karatestarfið hjá ÍR fer vel af stað.