hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.12.2015

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik í knattspyrnu um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Hlynur, var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á fótboltaæfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboða störfum innan félagsins.
Hann gerði ekki bara marga frábæra hluti í þágu félagsins heldur var hann einnig virkur í félagslífi og duglegur námsmaður.

Ár hvert er haldið mót fyrir 7. flokk karla sem kallast Hlynsmótið og er það orðið að árlegum viðburði í mótahaldi ÍR-inga. Mótið hefur iðulega gengið frábærlega vel fyrir sig.
Frítt er inn á leikinn á miðvikudaginn, en fólki er frjálst að gefa framlag í minningarsjóð Hlyns. 

Kt: 411209-0160 
Banki: 0115-05-60550

Félögin hvetja sem flesta til þess að styrkja málefnið og um leið að sjá hörkuleik í Egilshöll á miðvikudaginn