hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
12.12.2015

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hefur hlotið keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016

ahAníta Hinriksdóttir fékk nú nýverið staðfestan keppnisrétt í 800m hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári. Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir Anítu og okkur sem bíðum spennt eftir keppninni í Ríó. Tíminn sem Aníta hljóp á í sumar, 2:01,01 mín, gefur henni keppnisréttinn en að afloknu HM í sumar voru öll fyrri lágmörk fyrir leikana endurskoðuð og var lágmarkinu breytt í 2:01,50 mín í stað 2:01,00 mín. Eins og sjá má var Aníta aðeins 1/100 s frá lágmarkinu í sumar sem er mjög lítið þegar tímar í 800m eru annars vegar. 

Aníta mun nú halda áfram undirbúningi sínum fyrir leikana ásamt þjálfara sínum Gunnari Páli Jóakimssyni og þeim sem standa að baki henni, en með aðeins aðrar forsendur í huga þar sem "fókusinn" er ekki á að toppa á einhverju tilteknu móti snemma sumars til að ná lágmarkinu heldur að undirbúa sig af kostgæfni með alla lágmarka-pressuna að baki.

Óskum Anítu og teyminu hennar til hamingju og góðs gengis við undirbúninginn.