hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
16.12.2015

ÍR og Gáski sjúkraþjálfun í samstarf

Samningur við GáskaÍ byrjun desember undirrituðu Sveinn Sveinsson framkvæmdastjóri Gáska sjúkraþjálfunar og Þráinn Hafsteinsson íþróttastjóri ÍR samning um samstarf Gáska og ÍR.  Samningurinn nær til almennrar sjúkraþjálfunar, forvarna og fyrirlestra sem Gáski veitir iðkendum og þjálfurum ÍR. 
Tilgangur samningsins er að tryggja að iðkendur ÍR fái upplýsingar um forvarnir gegn meiðslum, hafi gott aðgengi að sjúkraþjálfurum og fái tíma í sjúkraþjálfun samdægurs á opnunartíma Gáska. Gáski hefur jafnframt sjúkraþjálfara sem eru tengiliðir við allar deildir ÍR, þannig að þjálfari fái upplýsingar um stöðu iðkanda beint frá sjúkraþjálfara.  Auk þessa halda sjúkraþjálfarar Gáska tvo fyrirlestra á ári, frá og með 2016 fyrir iðkendur, þjálfara og /eða foreldra.  Fyrirlestrarnir munu fjalla um forvarnir gegn meiðslum, endurkomu eftir meiðsli og afleiðingar ofálags eða rangrar þjálfunar. Þá mun Gáski halda skyndihjálparnámskeið árlega fyrir þjálfara ÍR.
Þjálfarar og iðkendur ÍR eru hvattir til að nýta sér samstarfið við Gáska.