hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
31.12.2015

40. Gamlárshlaup ÍR

DanielGamlárshlaup ÍR var haldið í 40. sinn í dag en hlaupið er meðal stærstu hlaupaviðburða landsins. Það ríkir ávallt mikil gleði og stemning í Gamlárshlaupi ÍR þar sem skapast hefur sú hefð að hlauparar mæta í skrautlegum búningum sem setja skemmtlegan svip á hlaupið og fer sá hluti þátttakanda fjölgandi ár frá ári.Þó að marg­ir hlaupi sér til skemmt­un­ar og fé­lags­skap­ar­ins vegna eru aðrir sem mæta íklædd­ir keppn­is­skap­inu og reyna að bæta sig eða ná settu hlaupa­mark­miðið fyr­ir lok árs.
Þátttakendur létu ekki veðurfar undanfarna daga hafa áhrif á þátttöku en í ár voru 1291 voru hlauparar skráðir til leiks, sem er met skráning í Gamlárshlaupi ÍR.  1095 lögðu á stað frá Hörpunni kl. 12. Aðstæður til hlaupa voru góðar. 

 

Fyrstu þrjár í kvennaflokki:
Helga Margrét Þorsteinsdóttir 00:40:25

Elísabet Margeirsdóttir  Artic Running  00:41:28

Arndís Ýr Hafþórsdóttir  Fjölnir 00:41:45

 

Fyrstu þrír í karlaflokki:

Daníel Freyr Garðarsson ÍR 00:33:22

Michael Wardian USA 00:34:40

Guðni Páll Pálsson ÍR 00:34:59

 

Heildarúrslit hlaupsins má finna hér á síðunni.

Myndir úr hlaupinu má finna á facebook síðu hlaupsins.