hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
11.1.2016

Þorrafagnaður ÍR á laugardaginn

Árlegur Þorrafagnaður ÍR verður haldinn í fimmta skipti laugardagskvöldið 16. janúar n.k.  Viðburðurinn nýtur sívaxandi vinsælda og er nú orðinn einn af mikilvægustu félagslegum viðburðunum sem haldnir eru í Breiðholti.  Forsala aðgöngumiða fór fram 2. desember og er skemmst frá því að segja að öll borðin í salnum seldust upp á 90 mínútum, samtals 70 borð með 12 sætum við hvert borð. Á skrifstofu ÍR eru því engir miðar eftir í sölu, en hugsanlegt er að þeir sem keyptu borð með tólf miðum hafi miða aflögu.  Fyrir þá sem vilja skrá sig á biðlista eftir miðum sem hugsanlega yrðu á lausu eða þeir sem vilja losna við miða er bent á facebook síðuna:  Þorrafagnaður ÍR miðasla.