hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
30.1.2016

Forkeppni í keilu á RIG2016 er lokið - Undanúrslit í fyrramálið

Stefán Claessen ÍR var efstur ÍR-inga í forkeppni RIG16Nú rétt í þessu var að ljúka forkeppnin í keilu á RIG2016 í Keiluhöllinni Egilshöll. Tvö Íslandsmet voru sett í gær og í dag. Bæði voru þau met í 6 leikjum samtals annarsvegar hjá konum og svo hinsvegar í dag hjá körlum. 16 efstu keilararnir fara í undanúrslit sem verða í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun sunnudag kl. 09

Alls tóku 61 keilarar þátt í þessari forkeppni þar af fjórir erlendir gestir en þau komust öll í undanúrslitin. 25 ÍR ingar tóku þátt og komust 4 áfram í undanúrslit þar á meðal Íþróttamaður ÍR 2015 Hafþór Harðarson. Lokastöðuna eftir forkeppnina má finna hér á síðunni okkar.