hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
30.1.2016

Fyrri keppnisdagur MI 11-14 ára

Fyrri keppnisdegi á MÍ 11-14 ára sem fram fer í Kaplakrika er lokið. ÍR-ingar eru í 3. sæti í heildarstigakeppninni og 13

ára piltar leiða sína stigakeppni, 11 ár piltar eru í 3. sæti í sinni stigakeppni og 14 ára piltar og 11 ára stúlkur í 2. sæti í sínum stigakeppnum.

Iðunn Björg Arnaldsdóttir sigraði í 800m hlaupi 14 ára á sínum besta tíma 2:28.00 mín og Ívan Óli Santos sigraði í 60m hlaupi á 7,93 sek og kúluvarpi 12,05 m í flokki 13 ára. Ívan bætti sinn besta árangur í báðum greinum.

30 af 40 keppendum úr liði ÍR bættu sinn besta árangur í dag sem er frábær árangur. Til hamingju með góðan keppnisdag og gangi ykkur einnig vel á morgun.