hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
31.1.2016

ÍR-ingar 11-14 ára, í 3. sæti á MÍ innahúss

Lið ÍR í aldursflokknum 11-14 ára luku keppni á MÍ innahúss með glans með tveimur Íslandsmeistaratitlum í 4 x 200m boðhlaupum í flokkum 13 ára pilta og 14 ára stúlkna. Stúlkurnar sem hlupu í sveitinni voru Marín Imma Richards, Elisabet Rut Rúnarsdóttir, Fanney Rún Ólafsdóttir og Iðunn Björg Arnarsdóttir. Í piltasveitinni hlupu þeir Jósep Gabríel Magnússon, Daníel Atli Matthíasson, Hlini Ásgeirsson og Ívan Óli Santos. Fjöldinn allur af brons og silfurverðlaunum vannst auk allra persónulegu sigranna og bætinganna hjá okkar fólki sem lauk keppni í 3. sæti í heildarstigakeppninni með 336 stig, en lið FH varð í 2. sæti með 568 stig og lið HSK varð sigurvegari annað árið í röð með 1012 stig.

13 ára piltar sigruðu sína stigakeppni með glans eða 40 stigum fleiri en næsta lið, en piltar 11 ára og 14 ára, sem og stúlkur 11 og 14 ára urði í 3. sæti í sínum stigakeppnum. Óskum liðinu og þjálfurum þess til hamingju með árangurinn.